PARÍSARDAMAN
31.5.04
Fyrir nokkrum árum lenti ég í því að sitja í sakleysi mínu fyrir framan sjónvarpsfréttir Ríkissjónvarpsins og sjá hús sem ég þekkti mjög vel, leika aðalhlutverkið í fyrstu frétt kvöldsins. Þar hafði átt sér stað atburður sem kom í raun engum, ENGUM í landinu við nema fólkinu úr húsinu og kannski nánustu ættingjum þeirra. Mér varð svo um að ég hellti úr glasi yfir mig og ég get sagt ykkur það að RÚV fékk ættingjana upp á móti sér og, ef ég man rétt, baðst fréttamaðurinn afsökunar á ósmekklegri fréttaframsetningu tveimur eða þremur dögum síðar.
Í kvöldfréttunum í kvöld var nákvæmlega sömu aðferðum beitt og þarna fyrir nokkrum árum nema ef vera skyldi að gengið var enn lengra. Fjölskylduharmleikur er gerður að stórfrétt, "stolnar" myndir af heimilinu framan og aftan og til hliðar og eltir uppi blóðdropar sem er súmmað inn á með tilheyrandi tæknibrellum til að auka enn á áhrifin á okkur saklausa áhorfendur.
Mér varð svo um og ó að ég ætlaði beint í símann til að hringja í RÚV og segja upp áskriftinni. Þá mundi ég það að það er ekki hægt. Nei, ó, þetta er ekki DV eða Sun eða eitthvað sem ég get bara hrist höfuðið í vanþóknun yfir og hætt að kaupa. Nei, þetta er Ríkissjónvarpið. Fína stöðin hans Davíðs og þjóðar hans allrar. Þeir hafa gert mistök og fengu aðeins á baukinn. Svo líða nokkur ár og smátt og smátt þróa þeir fréttaflutninginn í þessa sömu átt og allir fréttamenn út um allan heim eru að gera og nú í dag eigum við öll líklega einfaldlega að vera sátt við það að svona sé bara heimurinn í dag.
Við erum víst öll blóðþyrst og viljum helst sjá þætti sem fjalla um bráðamóttökur og fréttir sem fjalla um ofbeldi og best ef börn verða fyrir því og við erum aldrei ánægðari en þegar ofbeldið gerðist í næsta húsi við okkur. Þá getum við virkilega fengið blóðbragð í munninn. Blanda af sorg og hryllingi og einhvers konar spennu yfir því að þetta hefði bara allt eins getað verið heima hjá okkur sjálfum.
Það er bara eitt sem truflar mig. Ég tel mig ekki vera svona áhorfanda. Og reyndar þekki ég ekki svona áhorfendur, held ég. Ég hætti við að hringja í RÚV og skammast vegna þess að ég geri ráð fyrir að allar línur séu rauðglóandi og að nú, klukkan tíu að kvöldi, sé búið að taka einhvern á eitthvað teppi fyrir þetta. Ef sú er ekki raunin, erum við sokkin svo djúpt að DV er hámenning og The Sun er sönn list.
Það er eilíft klifað á því að þetta sé það sem við viljum sjá, að við höfum rétt á því að sjá hlutina eins og þeir gerast, að fréttamennirnir búi ekki til raunveruleikann. Það sem gleymist alltaf er að fréttamennirnir taka raunveruleikann og velja og hafna og matreiða svo ofan í okkur það sem þeim þykir fréttnæmt. Allir vita í dag hvílík undrabrögð er hægt að framkvæma með réttri matreiðslu. Saltfiskur verður að hnossgæti þegar við leyfum portúgölskum áhrifum að njóta sín í eldun hans.
Fréttamenn vestræna heimsins virðast allir haldnir einhverjum bíókomplexum. Þeir breyta öllum hversdagsleikanum, snúa út úr honum og skilja okkur svo eftir með brenglaðar hugmyndir um okkur sjálf og þjóðfélagið sem við búum í. Það er nóg komið. Hingað og ekki lengra.
Ég hef alltaf verið hlynnt Ríkissjónvarpi og skylduáskrift. Í kvöld segi ég: hendum sjónvarpstækjum okkar í RÚV-húsið og hættum öllu rugli. Kaupum skjái án móttökumöguleika og förum í eina af okkar frábæru myndbandaleigum og leigjum okkur spólu þegar okkur langar að kasta okkur upp í sófa til að glápa. Það er nefninlega stundum svo gott að glápa á kassann.
En að ætla sér að taka alvarlega eitthvað af öllum þessum viðurstyggilega matreidda áróðri og raunveruleikabreglun er náttúrulega bara dauði og djöfull. RÚV á bálköst! Ég get ekki farið með sjónvarpið hérna og kastað því í Útvarpshúsið þar sem ég á ekki baun í því. En ég geri það í huganum og það er gott.
Ég er svo reið að ég ætla að hætta núna. Skrifa væntanlega meira um þetta á næstu dögum. Þangað til ætla ég EKKI að horfa á RÚV. Góða nótt.
Í kvöldfréttunum í kvöld var nákvæmlega sömu aðferðum beitt og þarna fyrir nokkrum árum nema ef vera skyldi að gengið var enn lengra. Fjölskylduharmleikur er gerður að stórfrétt, "stolnar" myndir af heimilinu framan og aftan og til hliðar og eltir uppi blóðdropar sem er súmmað inn á með tilheyrandi tæknibrellum til að auka enn á áhrifin á okkur saklausa áhorfendur.
Mér varð svo um og ó að ég ætlaði beint í símann til að hringja í RÚV og segja upp áskriftinni. Þá mundi ég það að það er ekki hægt. Nei, ó, þetta er ekki DV eða Sun eða eitthvað sem ég get bara hrist höfuðið í vanþóknun yfir og hætt að kaupa. Nei, þetta er Ríkissjónvarpið. Fína stöðin hans Davíðs og þjóðar hans allrar. Þeir hafa gert mistök og fengu aðeins á baukinn. Svo líða nokkur ár og smátt og smátt þróa þeir fréttaflutninginn í þessa sömu átt og allir fréttamenn út um allan heim eru að gera og nú í dag eigum við öll líklega einfaldlega að vera sátt við það að svona sé bara heimurinn í dag.
Við erum víst öll blóðþyrst og viljum helst sjá þætti sem fjalla um bráðamóttökur og fréttir sem fjalla um ofbeldi og best ef börn verða fyrir því og við erum aldrei ánægðari en þegar ofbeldið gerðist í næsta húsi við okkur. Þá getum við virkilega fengið blóðbragð í munninn. Blanda af sorg og hryllingi og einhvers konar spennu yfir því að þetta hefði bara allt eins getað verið heima hjá okkur sjálfum.
Það er bara eitt sem truflar mig. Ég tel mig ekki vera svona áhorfanda. Og reyndar þekki ég ekki svona áhorfendur, held ég. Ég hætti við að hringja í RÚV og skammast vegna þess að ég geri ráð fyrir að allar línur séu rauðglóandi og að nú, klukkan tíu að kvöldi, sé búið að taka einhvern á eitthvað teppi fyrir þetta. Ef sú er ekki raunin, erum við sokkin svo djúpt að DV er hámenning og The Sun er sönn list.
Það er eilíft klifað á því að þetta sé það sem við viljum sjá, að við höfum rétt á því að sjá hlutina eins og þeir gerast, að fréttamennirnir búi ekki til raunveruleikann. Það sem gleymist alltaf er að fréttamennirnir taka raunveruleikann og velja og hafna og matreiða svo ofan í okkur það sem þeim þykir fréttnæmt. Allir vita í dag hvílík undrabrögð er hægt að framkvæma með réttri matreiðslu. Saltfiskur verður að hnossgæti þegar við leyfum portúgölskum áhrifum að njóta sín í eldun hans.
Fréttamenn vestræna heimsins virðast allir haldnir einhverjum bíókomplexum. Þeir breyta öllum hversdagsleikanum, snúa út úr honum og skilja okkur svo eftir með brenglaðar hugmyndir um okkur sjálf og þjóðfélagið sem við búum í. Það er nóg komið. Hingað og ekki lengra.
Ég hef alltaf verið hlynnt Ríkissjónvarpi og skylduáskrift. Í kvöld segi ég: hendum sjónvarpstækjum okkar í RÚV-húsið og hættum öllu rugli. Kaupum skjái án móttökumöguleika og förum í eina af okkar frábæru myndbandaleigum og leigjum okkur spólu þegar okkur langar að kasta okkur upp í sófa til að glápa. Það er nefninlega stundum svo gott að glápa á kassann.
En að ætla sér að taka alvarlega eitthvað af öllum þessum viðurstyggilega matreidda áróðri og raunveruleikabreglun er náttúrulega bara dauði og djöfull. RÚV á bálköst! Ég get ekki farið með sjónvarpið hérna og kastað því í Útvarpshúsið þar sem ég á ekki baun í því. En ég geri það í huganum og það er gott.
Ég er svo reið að ég ætla að hætta núna. Skrifa væntanlega meira um þetta á næstu dögum. Þangað til ætla ég EKKI að horfa á RÚV. Góða nótt.
28.5.04
Samkvæmt norðurljósamyndatökumanninum sem ég sá í sjónvarpinu í morgun, er það kostur við Ísland hvað veðrið breytist ört. Þ.e.a.s. að nokkuð öruggt er að hægt er að sjá norðurljósin þegar maður kemur í nokkurra daga ferð til Íslands meðan það getur verið illviðri í Kanada í margar vikur í senn og ómögulegt að sjá þessi stórkostlegu náttúruundur. Frábært orð þegar tvö u koma hlið við hlið. Náttúruundur. Minnir mig á nýja fatamerki vinkonu minnar í París púúki, alveg snilld. En aftur að veðrinu.
Ókosturinn við þessar veðrabreytingar er auðvitað að þegar það kemur hitabylgja eins og gerðist fyrirvaralaust eftir hádegi í dag þegar hitinn rauk upp í 20 gráður og hlýr vindur blés um vangana, að þá er hún horfin um leið og maður hefur fagnað henni. Svífur hjá manni eins og fögur kona í mannfjöldanum í París. Maður rétt nær að njóta þess að dást að henni og úps! hún er horfin. Ekki misskilja mig, ég er ekki fyrir konur í þeim skilningi að ég girnist þær, en fallegar konur eru bara samt svo miklu flottari en fallegir karlar að það er ekki hægt að notast við þá í þessari ófrumlegu myndlíkingu minni.
Sem minnir mig á að einu sinni sem oftar var ég að svara sjálf spurningunum sem einhver átti að svara í einhverju tímariti, gerið þið það aldrei að ímynda ykkur hverju þið mynduð svara ef einhver einhverra hluta vegna hefði einhvern daginn áhuga á að vita ykkar svör? Mér finnst skemmtilegast að svara þessum stöðluðu viðtölum eins og eru í laugardagsmogganum: uppáhaldsleikari og frumlegasti maturinn og versta prakkarastrikið. Kannski ég taki mig til einn daginn og geri pistil með mínum svörum í því viðtali á þessum síðum. En ég var sem sagt að lesa eitthvað svona viðtal í glanstímariti og þar átti stúlkan að nefna fjórar (eða fimm?) flottustu konurnar. Hún nefndi Vigdísi og einhverjar aðrar kjarnakonur sem mér fannst einmitt allar flottar.
En málið er samt að ef ég yrði spurð yrðu fyrstu viðbrögð að svara að allar konur eru flottar. Það er einfaldlega svo flott að vera kona og við erum allar bara svo flottar hvort sem við erum stál eða silki eða hör eða loft. Ég er svo GLÖÐ að vera kona en ekki karl. Skítt með hærri laun. Þeir geta bara ekki komist með tærnar þar sem við höfum hælana í flottheitum. Verða annað hvort spjátrungslegir, trúðslegir, kauðslegir eða hommalegir. Greyin.
En svo mundi ég eftir síðasta "rifrildi" okkar hjóna sem fjallaði um að mér finnst að konur eigi að hafa forgang í ráðningar meðan þær eru í minnihluta í stjórnunarstöðum og sagði svo að auðvitað yrði heimurinn betri ef við konur réðum öllu því við værum svo miklir friðarsinnar að við létum aldrei stríð viðgangast. Maðurinn minn sem er stundum óþolandi klár benti mér á Margaret Thatcher og stakk upp í mig um leið. Er Margaret Thatcher flott? Ég er ekki svo viss um það. Ég veit reyndar afar lítið um konuna annað en það að ég er ekki stjórnmálalega sammála henni og finnst hún uppskrúfuð þurrpumpa. En kannski átti hún erfiða æsku, kannski var mjúk kona inni í henni sem var falin til að hún kæmist þangað sem hún kom. Ætli það séu til góðar bækur um ævi hennar? Ábyggilega, þar sem Englendingar eru álíka skriftarglaðir og Íslendingar. En það er líklega bull að segja að allar konur séu flottar. Má bara segja það með þessum fyrirvara sem þarf að hafa á öllum alhæfingum. Flestar konur eru flottar, flestir Frakkar eru sóðar, flestir karlar eru svín. Nei, þetta síðasta var nú bara grín og lifi karlmenn, flottir og óflottir.
Ókosturinn við þessar veðrabreytingar er auðvitað að þegar það kemur hitabylgja eins og gerðist fyrirvaralaust eftir hádegi í dag þegar hitinn rauk upp í 20 gráður og hlýr vindur blés um vangana, að þá er hún horfin um leið og maður hefur fagnað henni. Svífur hjá manni eins og fögur kona í mannfjöldanum í París. Maður rétt nær að njóta þess að dást að henni og úps! hún er horfin. Ekki misskilja mig, ég er ekki fyrir konur í þeim skilningi að ég girnist þær, en fallegar konur eru bara samt svo miklu flottari en fallegir karlar að það er ekki hægt að notast við þá í þessari ófrumlegu myndlíkingu minni.
Sem minnir mig á að einu sinni sem oftar var ég að svara sjálf spurningunum sem einhver átti að svara í einhverju tímariti, gerið þið það aldrei að ímynda ykkur hverju þið mynduð svara ef einhver einhverra hluta vegna hefði einhvern daginn áhuga á að vita ykkar svör? Mér finnst skemmtilegast að svara þessum stöðluðu viðtölum eins og eru í laugardagsmogganum: uppáhaldsleikari og frumlegasti maturinn og versta prakkarastrikið. Kannski ég taki mig til einn daginn og geri pistil með mínum svörum í því viðtali á þessum síðum. En ég var sem sagt að lesa eitthvað svona viðtal í glanstímariti og þar átti stúlkan að nefna fjórar (eða fimm?) flottustu konurnar. Hún nefndi Vigdísi og einhverjar aðrar kjarnakonur sem mér fannst einmitt allar flottar.
En málið er samt að ef ég yrði spurð yrðu fyrstu viðbrögð að svara að allar konur eru flottar. Það er einfaldlega svo flott að vera kona og við erum allar bara svo flottar hvort sem við erum stál eða silki eða hör eða loft. Ég er svo GLÖÐ að vera kona en ekki karl. Skítt með hærri laun. Þeir geta bara ekki komist með tærnar þar sem við höfum hælana í flottheitum. Verða annað hvort spjátrungslegir, trúðslegir, kauðslegir eða hommalegir. Greyin.
En svo mundi ég eftir síðasta "rifrildi" okkar hjóna sem fjallaði um að mér finnst að konur eigi að hafa forgang í ráðningar meðan þær eru í minnihluta í stjórnunarstöðum og sagði svo að auðvitað yrði heimurinn betri ef við konur réðum öllu því við værum svo miklir friðarsinnar að við létum aldrei stríð viðgangast. Maðurinn minn sem er stundum óþolandi klár benti mér á Margaret Thatcher og stakk upp í mig um leið. Er Margaret Thatcher flott? Ég er ekki svo viss um það. Ég veit reyndar afar lítið um konuna annað en það að ég er ekki stjórnmálalega sammála henni og finnst hún uppskrúfuð þurrpumpa. En kannski átti hún erfiða æsku, kannski var mjúk kona inni í henni sem var falin til að hún kæmist þangað sem hún kom. Ætli það séu til góðar bækur um ævi hennar? Ábyggilega, þar sem Englendingar eru álíka skriftarglaðir og Íslendingar. En það er líklega bull að segja að allar konur séu flottar. Má bara segja það með þessum fyrirvara sem þarf að hafa á öllum alhæfingum. Flestar konur eru flottar, flestir Frakkar eru sóðar, flestir karlar eru svín. Nei, þetta síðasta var nú bara grín og lifi karlmenn, flottir og óflottir.
Yfirskriftin er í raun lygi þessa dagana þar sem ég er stödd á Fróni. Hugleiðingar úr smáborginni væri betra og réttara. Eða bara hugleiðingar af skerinu.
Annars er nú Ísland bara nokkuð gott svona miðað við það hversu undarlega er að málum staðið í stjórnsýslunni (eða stjórnsýslinu?). Alþingi er í raun eins og Friðrik Erlingsson benti á, nokkrir sjimpansar að sletta á hvor annan sama hafragrautnum. Þannig upplifi ég a.m.k. hlutina. Ég játa það að ég hef ekki borið mig eftir að fræðast um fjölmiðlafrumprump né fölsunarkálið en svona með því að fylgjast með í fréttum er þetta helst virðist allt voða mikið loft og lítið efni og maður spyr sig hvort maður ætti kannski bara að láta slag standa og bjóða fram nýjan flokk í næstu kosningum. Pabbi hélt því fram í kvöld að ég væri líklega leynisjálfstæðismanneskja en það var til að hefna sín eftir að ég stríddi honum. Ég er ekki neitt í augnablikinu. Ég veit að ég aðhyllist réttlæti og kurteisi og engir á þingi uppfylla þau skilyrði mín fyrir aðdáun, a.m.k. enginn sem kemst í fjölmiðlana. Æ og ó, mér finnst ég varla hafa rétt á að gagnrýna þegar ég veit svona lítið, en það er fyndið að taka púls þjóðarsálarinnar sem virðist upplifa þetta allt saman eins og einhvers konar keppni, Davíð hleypur upp og Ólafur í markinu... hver ætti að vera dómari, útaf með þennan, ríkissaksóknari eða ríkislögregla? Pant ráða öllu, vera fyrirliði og sóknarmaður og dómari og og og
Er þreytt og þjáð, takk fyrir kommentin og endilega drífa sig til Parísar.
Annars er nú Ísland bara nokkuð gott svona miðað við það hversu undarlega er að málum staðið í stjórnsýslunni (eða stjórnsýslinu?). Alþingi er í raun eins og Friðrik Erlingsson benti á, nokkrir sjimpansar að sletta á hvor annan sama hafragrautnum. Þannig upplifi ég a.m.k. hlutina. Ég játa það að ég hef ekki borið mig eftir að fræðast um fjölmiðlafrumprump né fölsunarkálið en svona með því að fylgjast með í fréttum er þetta helst virðist allt voða mikið loft og lítið efni og maður spyr sig hvort maður ætti kannski bara að láta slag standa og bjóða fram nýjan flokk í næstu kosningum. Pabbi hélt því fram í kvöld að ég væri líklega leynisjálfstæðismanneskja en það var til að hefna sín eftir að ég stríddi honum. Ég er ekki neitt í augnablikinu. Ég veit að ég aðhyllist réttlæti og kurteisi og engir á þingi uppfylla þau skilyrði mín fyrir aðdáun, a.m.k. enginn sem kemst í fjölmiðlana. Æ og ó, mér finnst ég varla hafa rétt á að gagnrýna þegar ég veit svona lítið, en það er fyndið að taka púls þjóðarsálarinnar sem virðist upplifa þetta allt saman eins og einhvers konar keppni, Davíð hleypur upp og Ólafur í markinu... hver ætti að vera dómari, útaf með þennan, ríkissaksóknari eða ríkislögregla? Pant ráða öllu, vera fyrirliði og sóknarmaður og dómari og og og
Er þreytt og þjáð, takk fyrir kommentin og endilega drífa sig til Parísar.
25.5.04
Hvað er þetta með þessar svokölluðu "skrýtnu fréttir" og dagblöðin? Er þetta nauðsynlegt? Þarf ég endilega að lesa um útlitsgallaðan elg sem stal reiðhjóli og gerði það útlitsgallað og var svo hrakinn á brott frá uppáhalds rósarunnunum sínum meðan ýmislegt alvarlegt og alvöru er að gerast út um allan heim?
Ég er alls ekki að meina að það megi aldrei segja frá því góða, en þetta er ekki einu sinni um neitt gott. Allir fórnarlömb og enginn getur leitað réttar síns, elgurinn á bágt, rósaræktendurnir eiga bágt og lesandinn ég á bágt eftir að hafa óvart lesið alla söguna því ég les svo hratt að ég gat ekki náð að hætta fyrr en hún var búin.
Ég held að þessar skrýtnu fréttir komi af netinu og sé eitt af því sem hefur breyst við prentaða miðilinn eftir að netið kom. Netið er troðfullt af mikilvægu og góðu efni, en því miður er oft erfitt að finna það innan um rusl og rugl. Megnið af e-pósti sem ég fæ er einmitt ruglað rusl. Mislélegir amerískir brandarar sem ég fæ frá fjórum aðilum og svo fæ ég hann tveimur dögum seinna illa þýddan á íslensku frá fjórum öðrum. Ég þarf ekki á leiðindabröndurum að halda til að vera glöð og kát. Ég þarf ekki að lesa um elgi sem éta rósir til að komast gegnum daginn. Ég finn miklu meiri söknuð eftir almennilegum umfjöllunum um mikilvægu alvöru alvarlegu málin og þarf mun meira á slíku góðmeti að halda. Ætli fréttablaðsdvmogginn gæti skilið það og hætt að eyða plássi í bull af netinu?
Bullið er dóp lýðsins og tilvalið fyrir ráðamenn að svona fréttir veki meiri athygli og umfjöllun á kaffistofum vinnustaðanna heldur en fréttir frumvörpum og meinvörpum þjóðfélagsins.
Ég er alls ekki að meina að það megi aldrei segja frá því góða, en þetta er ekki einu sinni um neitt gott. Allir fórnarlömb og enginn getur leitað réttar síns, elgurinn á bágt, rósaræktendurnir eiga bágt og lesandinn ég á bágt eftir að hafa óvart lesið alla söguna því ég les svo hratt að ég gat ekki náð að hætta fyrr en hún var búin.
Ég held að þessar skrýtnu fréttir komi af netinu og sé eitt af því sem hefur breyst við prentaða miðilinn eftir að netið kom. Netið er troðfullt af mikilvægu og góðu efni, en því miður er oft erfitt að finna það innan um rusl og rugl. Megnið af e-pósti sem ég fæ er einmitt ruglað rusl. Mislélegir amerískir brandarar sem ég fæ frá fjórum aðilum og svo fæ ég hann tveimur dögum seinna illa þýddan á íslensku frá fjórum öðrum. Ég þarf ekki á leiðindabröndurum að halda til að vera glöð og kát. Ég þarf ekki að lesa um elgi sem éta rósir til að komast gegnum daginn. Ég finn miklu meiri söknuð eftir almennilegum umfjöllunum um mikilvægu alvöru alvarlegu málin og þarf mun meira á slíku góðmeti að halda. Ætli fréttablaðsdvmogginn gæti skilið það og hætt að eyða plássi í bull af netinu?
Bullið er dóp lýðsins og tilvalið fyrir ráðamenn að svona fréttir veki meiri athygli og umfjöllun á kaffistofum vinnustaðanna heldur en fréttir frumvörpum og meinvörpum þjóðfélagsins.
Undarlegt þetta líf. Við erum í raun ekki að gera neitt annað hérna en að taka ákvarðanir, velja og hafna, og út frá því verður síðan einhver atburðarás sem við stjórnum án þess þó að ráða nokkru þegar öllu er á botninn hvolft.
Oft er ákvörðunin ekki stórt skref í lífi manns eins og t.d. í hverju á að vera í dag, hvað á að vera í matinn í kvöld. Þetta eru litlar og ómerkilegar ákvarðanir þó þær geti stundum virst afskaplega erfiðar. Og kannski hafa þær einhvern tímann breytt einhverju, kannski tók maðurinn minn fyrst eftir mér út af fötunum sem ég var í og hefði kannski látið mig framhjá sér fara ef ég hefði farið í annað, Heiðar snyrtir segir að maður eigi alltaf að vera vel tilhafður (eða a.m.k. konur) og tilbúinn að hitta þann eina rétta.
En svona hjal verður að engu þegar maður þarf að horfa upp á vinkonu sína taka ákvörðun sem engin lifandi manneskja vill þurfa að taka. Velja milli tveggja hryllilegra valmöguleika, setjast niður og gera sér framtíðina í hugarlund með vali A og síðan með vali B og sjá að hvorugt er fallegt eða gott en geta ekki hlaupist frá þessu, komin í þessa hræðilegu aðstöðu og engin góð eða fullkomin leið út. Vinkona mín er hetja. Hún er góð og gáfuð og það hjálpar henni mikið í þessari vondu lífsreynslu. Ég er svo stolt af því að eiga svona góða vinkonu, er til eitthvað betra en góð vinkona? Ég tileinka þennan litla pistil öllum góðum vinkonum út um allan heim.
Fann þessa tilvitnun inni á vef Hringsins:
"Það erfiðasta í lífinu er að ákveða hvaða brýr á að fara yfir og hverjar á að brenna." David Russel
Ég hef ekki græna glóru um það hver David Russel var, en þetta er hárrétt hjá honum, málið er að maður verður að brenna þær brýr sem maður fer ekki yfir, annars kvelur maður sjálfan sig og festist í drullupytti eilífra efasemda.
Oft er ákvörðunin ekki stórt skref í lífi manns eins og t.d. í hverju á að vera í dag, hvað á að vera í matinn í kvöld. Þetta eru litlar og ómerkilegar ákvarðanir þó þær geti stundum virst afskaplega erfiðar. Og kannski hafa þær einhvern tímann breytt einhverju, kannski tók maðurinn minn fyrst eftir mér út af fötunum sem ég var í og hefði kannski látið mig framhjá sér fara ef ég hefði farið í annað, Heiðar snyrtir segir að maður eigi alltaf að vera vel tilhafður (eða a.m.k. konur) og tilbúinn að hitta þann eina rétta.
En svona hjal verður að engu þegar maður þarf að horfa upp á vinkonu sína taka ákvörðun sem engin lifandi manneskja vill þurfa að taka. Velja milli tveggja hryllilegra valmöguleika, setjast niður og gera sér framtíðina í hugarlund með vali A og síðan með vali B og sjá að hvorugt er fallegt eða gott en geta ekki hlaupist frá þessu, komin í þessa hræðilegu aðstöðu og engin góð eða fullkomin leið út. Vinkona mín er hetja. Hún er góð og gáfuð og það hjálpar henni mikið í þessari vondu lífsreynslu. Ég er svo stolt af því að eiga svona góða vinkonu, er til eitthvað betra en góð vinkona? Ég tileinka þennan litla pistil öllum góðum vinkonum út um allan heim.
Fann þessa tilvitnun inni á vef Hringsins:
"Það erfiðasta í lífinu er að ákveða hvaða brýr á að fara yfir og hverjar á að brenna." David Russel
Ég hef ekki græna glóru um það hver David Russel var, en þetta er hárrétt hjá honum, málið er að maður verður að brenna þær brýr sem maður fer ekki yfir, annars kvelur maður sjálfan sig og festist í drullupytti eilífra efasemda.
21.5.04
Jæja, nú streyma dagarnir eins og stórfljót og ég á 6 daga brúðkaupsafmæli í dag. Jú, við höldum upp á það á hverjum degi og ætlum að gera það næsta árið eða svo. Kampavín og kavíar á hverjum degi! Hvernig líst ykkur á það?
Ég er annars ekki bara búin að vera löt að blogga út af nærveru fjölskyldunnar hérna, heldur er ég svo svekkt yfir að koma ekki commenta-fídusnum (nenni ekki -alls ekki- að fletta upp í orðabókinni og biðst hér með afsökunar á öllum slettum sem gætu komið fyrir í þessum pistli) inn í bloggið mitt sem ég bjó til örfáum dögum áður en þeir bloggarastjórar breyttu öllu kerfinu og núna kemur þetta af sjálfu sér ef maður býr til nýja síðu. Þarf að eyða þessari síðu út og setja aðra upp, held ég... nema þá að Áki bestibróðir og tölvunörd hjálpi mér við þetta í stóru flottu tölvunni sinni heima á Fróni.
Ég kvíði því að fara heim í svalann eftir yndislega viku hér í 27 stiga hita og sól, en GVUUUÐ ég hlakka svo til að fara í sund. Sundlaugarnar á Íslandi eru náttúrulega bara einar og sér ástæða fyrir því að líft er á þessu skeri. Ég blæs á pulsur og malt og nóakonfekt og appolólakkrís. Sundlaugarnar eru það eina sem ég fæ verki yfir stundum af söknuði. (Nú er ég vitanlega alls ekki að tala um fólk, fæ oft verki yfir öllu fólkinu sem ég skildi eftir þarna uppfrá).
Verð að hætta þessu núna, mikið að gera daginn áður en maður fer. Alltaf þannig. Sérstaklega þegar maður þarf að pakka fyrir þrjá. Ég hef aldrei pakkað neinu fyrir manninn minn, en ég kemst ekki upp með að vera svo ströng við börnin mín ennþá. Hvað skyldu þau þurfa að verða gömul til að geta pakkað sjálf? Núna eru þau 6 mánaða og 2ja ára, sem ég held að allir séu sammála um að sé of ungt til að pakka niður farangri. Frekar að hægt væri að lauma þeim í farangurinn til að geta setið rólegur með vínglas í vélinni sjálfri í staðinn fyrir að þurfa að rugga og lita og syngja og leika trúð... þetta verður efni í pistil einn góðan veðurdag: Er afsakanlegt að tékka börnin inn sem farangur? En hef bara ekki tíma núna. Lifið heil og sátt við lífið, kkk
Ég er annars ekki bara búin að vera löt að blogga út af nærveru fjölskyldunnar hérna, heldur er ég svo svekkt yfir að koma ekki commenta-fídusnum (nenni ekki -alls ekki- að fletta upp í orðabókinni og biðst hér með afsökunar á öllum slettum sem gætu komið fyrir í þessum pistli) inn í bloggið mitt sem ég bjó til örfáum dögum áður en þeir bloggarastjórar breyttu öllu kerfinu og núna kemur þetta af sjálfu sér ef maður býr til nýja síðu. Þarf að eyða þessari síðu út og setja aðra upp, held ég... nema þá að Áki bestibróðir og tölvunörd hjálpi mér við þetta í stóru flottu tölvunni sinni heima á Fróni.
Ég kvíði því að fara heim í svalann eftir yndislega viku hér í 27 stiga hita og sól, en GVUUUÐ ég hlakka svo til að fara í sund. Sundlaugarnar á Íslandi eru náttúrulega bara einar og sér ástæða fyrir því að líft er á þessu skeri. Ég blæs á pulsur og malt og nóakonfekt og appolólakkrís. Sundlaugarnar eru það eina sem ég fæ verki yfir stundum af söknuði. (Nú er ég vitanlega alls ekki að tala um fólk, fæ oft verki yfir öllu fólkinu sem ég skildi eftir þarna uppfrá).
Verð að hætta þessu núna, mikið að gera daginn áður en maður fer. Alltaf þannig. Sérstaklega þegar maður þarf að pakka fyrir þrjá. Ég hef aldrei pakkað neinu fyrir manninn minn, en ég kemst ekki upp með að vera svo ströng við börnin mín ennþá. Hvað skyldu þau þurfa að verða gömul til að geta pakkað sjálf? Núna eru þau 6 mánaða og 2ja ára, sem ég held að allir séu sammála um að sé of ungt til að pakka niður farangri. Frekar að hægt væri að lauma þeim í farangurinn til að geta setið rólegur með vínglas í vélinni sjálfri í staðinn fyrir að þurfa að rugga og lita og syngja og leika trúð... þetta verður efni í pistil einn góðan veðurdag: Er afsakanlegt að tékka börnin inn sem farangur? En hef bara ekki tíma núna. Lifið heil og sátt við lífið, kkk
13.5.04
Hef ekki haft tíma til að koma á netið vegna þess að fjölskyldan er í heimsókn til að vera viðstödd lítið og látlaust brúðkaup mitt á laugardaginn kemur. Bara foreldrar og systkin brúðhjónanna ásamt börnum okkar. Ég skil ekki alveg hvernig fólk fer að því að hafa stórbrúðkaup, mér finnst nóg umstangið í kringum þetta. Reyndar ákvað ég að vera voða fín og kannski hefði það verið nákvæmlega sama vesenið, ég á nefninlega dálítið erfitt með að vera fín. Kaupi mér sko yfirleitt bara föt í HogM og þægilega skó en nú verð ég í klæðskerasaumuðum kjól frá Rögnu Fróða frábæru og hef verið að leita að gelluskóm við gellukjólinn en það gengur vægast sagt illa og ég er eiginlega farin að halda að ég gifti mig berfætt. Verst að til að geta verið gella í gellukjólnum þarf ég að vera í sokkabuxum með alls konar fiffi sem halda inni öllum leifum síðustu meðgöngu og öllu súkkulaðinu sem breyttist í fitu. Og þess vegna verð ég ekki berfætt sem gæti sloppið sem kúl, heldur á nælonsokkum sem eiginlega gengur ekki úti á gangstétt.
Ég enda áreiðanlega með að kaupa einhverja skó sem ég er löngu búin að sjá og afgreiða sem ómögulega í einhverri af þúsund búðunum sem ég er búin að fara í.
Jæja, nú verð ég bara að hætta, klukkan að verða tíu og dóttir mín hlaupandi um með kvöldúlf í sér og maðurinn minn að reyna að koma nýja borðstofuborðinu út á gólf til að við getum sest að snæðingi og mín er vænst í húsmóðurhlutverkið. Bless í bili.
Ég enda áreiðanlega með að kaupa einhverja skó sem ég er löngu búin að sjá og afgreiða sem ómögulega í einhverri af þúsund búðunum sem ég er búin að fara í.
Jæja, nú verð ég bara að hætta, klukkan að verða tíu og dóttir mín hlaupandi um með kvöldúlf í sér og maðurinn minn að reyna að koma nýja borðstofuborðinu út á gólf til að við getum sest að snæðingi og mín er vænst í húsmóðurhlutverkið. Bless í bili.
10.5.04
Var að horfa á síðustu myndina í trílógíu (er til íslenskt orð? já, fann þríleikur í orðabókinni svo ég byrja upp á nýtt)
Var að horfa á síðustu myndina í þríleiknum hans Lucas Belvaux. Myndirnar heita "Un couple épatant", "Cavale" og "Après la vie" og þetta er eiginlega bara alger snilld hjá drengnum. Fær mann virkilega til að hugsa um það hvernig ekki er alltaf allt sem sýnist og hvernig maður á að fara varlega í að dæma fólk af einhverjum senum sem maður lendir í með því. Þetta er einmitt það sem ég er oft að segja við sjálfa mig, reyni oft að hugsa um að kannski eigi fólk frekar bágt en að það sé vont þó það sé kannski dónalegt við mig eða aðra... Lífið er svo margslungið og raunveruleikarnir eru jafn margir og við mannfólkið. Stundum er gott að minna sig á það.
En ég mæli eindregið með þessum myndum fyrir fólk sem er ekki orðið gersamlega afsnúið frönskum myndum, þar sem allt of margar þeirra eru allt of leiðinlegar. Þetta er ekki stanslaust fjör og eltingarleikir, en það er lögga og byssur og m.a.s. sprengjur en svo eru líka fallegar konur og skemmtilega ruglaðir kallar og fleira sem gerir góða bíómynd betri.
Annars er ég ekki mjög innblásin í kvöld, er eiginlega of þreytt til að vera að bulla á netinu fyrir ekkert og engan. Frakkar eru nú dálítið fyndnir. Það er þáttur í sjónvarpinu "Mots croisés" sem tekur alltaf fyrir merkileg málefni og reynir að greina þau niður í öreindir svona akkúrat eins og Íslendingar kunna alls ekki að gera. Yfirleitt er pólitík eða eitthvað tengt því, en nú er verið að ræða um það hvers vegna myndin "Les choristes" sem er sjúklega væmin mynd um drengi á upptökuheimili sem öðlast trú á lífinu á ný þegar yfirmaðurinn lætur þá syngja í kór. Falleg tónlist, gerist á 6. áratugnum svo það eru búningar og ýmislegt svona sem gerir góða mynd betri. Myndin er samt hrikalega ófrumleg en bara svíngengur þvert á allar spár og nú eru greinar um það í öllum intellóblöðunum og langar og strangar umræður í sjónvarpssal. Eru Frakkar ekki milljón? Eru að greina m.a. þörf fyrir að sjá annað en stríð (sem ég er hundrað prósent sammála) en líka að í myndinni er einstæð móðir sem heldur áfram að vera einstæð og karl sem ættleiðir þó hann sé ógiftur og eitthvað fleira finna þau sem gerir myndina í raun að algerlega dagsinsídag-mynd.
Ég tek það fram að ég hef ekki séð myndina og er eiginlega alls ekki að horfa á þennan þátt, heldur að skrifa á bloggið mitt, en ég las eina grein í Télérama í morgun og heyri í þeim framan úr stofunni þar sem sjónvarpið stendur aleitt og kveikt á því (skamm Kristín). Geri þetta þegar maðurinn minn er ekki heima, hann þolir þetta ekki, en mér finnst gott að hafa sjónvarpið á þó ég sé ekki að horfa svona þegar börnin eru sofnuð og ég er ein heima.
En nú eru augnlokin farin að síga og best að koma sér í háttinn með Óperudrauginn sem ég er loksins að lesa. Frábær bók eftir Gaston Leroux, svo ég haldi áfram að troða franskri menningu inn á síðuna mína. Mér finnst að Íslendingar eigi að leita meira eftir franskri menningu, ekki af því amerísk menning er drasl, heldur af því að þrátt fyrir ýmsan mismun á siðum og venjum, eru þjóðfélögin lúmskt lík. Fer betur í það seinna hvað er líkt, en nú fer ég og leggst á mitt græna. Góða nótt og sofið rótt í alla, alla, alla nótt.
Var að horfa á síðustu myndina í þríleiknum hans Lucas Belvaux. Myndirnar heita "Un couple épatant", "Cavale" og "Après la vie" og þetta er eiginlega bara alger snilld hjá drengnum. Fær mann virkilega til að hugsa um það hvernig ekki er alltaf allt sem sýnist og hvernig maður á að fara varlega í að dæma fólk af einhverjum senum sem maður lendir í með því. Þetta er einmitt það sem ég er oft að segja við sjálfa mig, reyni oft að hugsa um að kannski eigi fólk frekar bágt en að það sé vont þó það sé kannski dónalegt við mig eða aðra... Lífið er svo margslungið og raunveruleikarnir eru jafn margir og við mannfólkið. Stundum er gott að minna sig á það.
En ég mæli eindregið með þessum myndum fyrir fólk sem er ekki orðið gersamlega afsnúið frönskum myndum, þar sem allt of margar þeirra eru allt of leiðinlegar. Þetta er ekki stanslaust fjör og eltingarleikir, en það er lögga og byssur og m.a.s. sprengjur en svo eru líka fallegar konur og skemmtilega ruglaðir kallar og fleira sem gerir góða bíómynd betri.
Annars er ég ekki mjög innblásin í kvöld, er eiginlega of þreytt til að vera að bulla á netinu fyrir ekkert og engan. Frakkar eru nú dálítið fyndnir. Það er þáttur í sjónvarpinu "Mots croisés" sem tekur alltaf fyrir merkileg málefni og reynir að greina þau niður í öreindir svona akkúrat eins og Íslendingar kunna alls ekki að gera. Yfirleitt er pólitík eða eitthvað tengt því, en nú er verið að ræða um það hvers vegna myndin "Les choristes" sem er sjúklega væmin mynd um drengi á upptökuheimili sem öðlast trú á lífinu á ný þegar yfirmaðurinn lætur þá syngja í kór. Falleg tónlist, gerist á 6. áratugnum svo það eru búningar og ýmislegt svona sem gerir góða mynd betri. Myndin er samt hrikalega ófrumleg en bara svíngengur þvert á allar spár og nú eru greinar um það í öllum intellóblöðunum og langar og strangar umræður í sjónvarpssal. Eru Frakkar ekki milljón? Eru að greina m.a. þörf fyrir að sjá annað en stríð (sem ég er hundrað prósent sammála) en líka að í myndinni er einstæð móðir sem heldur áfram að vera einstæð og karl sem ættleiðir þó hann sé ógiftur og eitthvað fleira finna þau sem gerir myndina í raun að algerlega dagsinsídag-mynd.
Ég tek það fram að ég hef ekki séð myndina og er eiginlega alls ekki að horfa á þennan þátt, heldur að skrifa á bloggið mitt, en ég las eina grein í Télérama í morgun og heyri í þeim framan úr stofunni þar sem sjónvarpið stendur aleitt og kveikt á því (skamm Kristín). Geri þetta þegar maðurinn minn er ekki heima, hann þolir þetta ekki, en mér finnst gott að hafa sjónvarpið á þó ég sé ekki að horfa svona þegar börnin eru sofnuð og ég er ein heima.
En nú eru augnlokin farin að síga og best að koma sér í háttinn með Óperudrauginn sem ég er loksins að lesa. Frábær bók eftir Gaston Leroux, svo ég haldi áfram að troða franskri menningu inn á síðuna mína. Mér finnst að Íslendingar eigi að leita meira eftir franskri menningu, ekki af því amerísk menning er drasl, heldur af því að þrátt fyrir ýmsan mismun á siðum og venjum, eru þjóðfélögin lúmskt lík. Fer betur í það seinna hvað er líkt, en nú fer ég og leggst á mitt græna. Góða nótt og sofið rótt í alla, alla, alla nótt.
9.5.04
MORGUNKAFFI PARÍS - REYKJAVÍK
Nú er klukkan orðin tíu og þá er hún átta á Íslandi. Mig langar svo að hringja í einhvern, en veit að allir eru annað hvort sofandi í rúminu sínu eða hálfsofandi yfir kaffibollanum og langar ekkert til að síminn hringi. Ég er mjög oft í svona aðstæðum þar sem við vöknum svo snemma.
Ég man afmælisdaginn minn fyrir nokkrum árum. Þá var ég á Íslandi, það var sunnudagsmorgunn og ég vaknaði snemma og hress og ákvað að bjóða mér í kakó með rjóma niðri í bæ í tilefni dagsins. Ég gekk upp og niður fjandans Laugaveginn útbíaðan eftir eina af þessum heimsfrægu frábæru íslensku laugardagsnóttum og það var ekki ein einasta búlla opin. Hvílík einsemd sem helltist yfir mig. Svo opnaði að vísu Súfistinn og ég fékk dásamlegan kakóbolla OG fullt af erlendum tímaritum að lesa til að gleyma íslenskum raunveruleika.
En þetta er ein af ástæðunum fyrir því að ég get ekki búið á Íslandi. Ég get ekki búið á landi sem býður ekki upp á kaffihús að morgni til.
Einu sinni hitti ég ameríska fína frú sem var í sömu aðstæðum og ég, nema það var alls ekki sunnudagur heldur virkur dagur. Klukkan var ekki orðin átta, rétt um sjö, og því ekki hægt að fá kaffi neins staðar. Hún hafði tekið leigubíl ofan af hótel Esju til að njóta morgunasa borgarinnar. Sú fékk að kenna á því. Ég var eina fótgangandi manneskjan á öllum Laugaveginum, og engin kaffihús opin. Best að taka það fram að það var sól og gott veður. Það er ekki hægt að búa á landi sem býður ekki upp á kaffihús að morgni til.
Að vera í París, fara til dæmis að einni af stóru brautarstöðvunum og setjast inn á kaffihús upp úr sex og fylgjast með öllum fjöldanum sem kemur og fer. Sumir fínt klæddir með fínar skjalatöskur og hella í sig einum espressó á barnum. Sumir í bláum skítugum vinnugalla og sötra hægt og rólega púrtvín eða pernaud. Sumir bara að hanga svona ljóðrænir eins og ég, staddir inni í miðri ösinni án nokkurs ákveðins takmarks annars en að horfa á lífið sjálft. Það er einmitt við svona aðstæður sem maður sér lífið sjálft. Raunveruleikinn verður einhvern veginn áþreifanlegur og svo getur maður sagt sér að maður er ekki hluti af honum og þá svífur maður utan við hann og er ósýnilegur og það er þægileg tilfinning. Sérstök stórborgartilfinning.
Aðra morgna hef ég verið ein af þeim sem skvetti í mig einum bolla við barinn og þá er maður hluti af straumnum og það er líka stundum skemmtilegt. Sérstaklega þar sem maður er það ekki daglega. Næstum eins og maður sé orðinn leikari í raunveruleikanum. (Af hverju er "leik" í orðinu raunveruleiki? Kemur það frá orðinu leikur, að leika?)
En Reykjavík er ekki stórborg og ekki hægt að vera ósýnilegur þar. Kannski er ekki hægt að bjóða upp á kaffi að morgni til í borg þar sem allir eru sýnilegir?
Nú er klukkan orðin tíu og þá er hún átta á Íslandi. Mig langar svo að hringja í einhvern, en veit að allir eru annað hvort sofandi í rúminu sínu eða hálfsofandi yfir kaffibollanum og langar ekkert til að síminn hringi. Ég er mjög oft í svona aðstæðum þar sem við vöknum svo snemma.
Ég man afmælisdaginn minn fyrir nokkrum árum. Þá var ég á Íslandi, það var sunnudagsmorgunn og ég vaknaði snemma og hress og ákvað að bjóða mér í kakó með rjóma niðri í bæ í tilefni dagsins. Ég gekk upp og niður fjandans Laugaveginn útbíaðan eftir eina af þessum heimsfrægu frábæru íslensku laugardagsnóttum og það var ekki ein einasta búlla opin. Hvílík einsemd sem helltist yfir mig. Svo opnaði að vísu Súfistinn og ég fékk dásamlegan kakóbolla OG fullt af erlendum tímaritum að lesa til að gleyma íslenskum raunveruleika.
En þetta er ein af ástæðunum fyrir því að ég get ekki búið á Íslandi. Ég get ekki búið á landi sem býður ekki upp á kaffihús að morgni til.
Einu sinni hitti ég ameríska fína frú sem var í sömu aðstæðum og ég, nema það var alls ekki sunnudagur heldur virkur dagur. Klukkan var ekki orðin átta, rétt um sjö, og því ekki hægt að fá kaffi neins staðar. Hún hafði tekið leigubíl ofan af hótel Esju til að njóta morgunasa borgarinnar. Sú fékk að kenna á því. Ég var eina fótgangandi manneskjan á öllum Laugaveginum, og engin kaffihús opin. Best að taka það fram að það var sól og gott veður. Það er ekki hægt að búa á landi sem býður ekki upp á kaffihús að morgni til.
Að vera í París, fara til dæmis að einni af stóru brautarstöðvunum og setjast inn á kaffihús upp úr sex og fylgjast með öllum fjöldanum sem kemur og fer. Sumir fínt klæddir með fínar skjalatöskur og hella í sig einum espressó á barnum. Sumir í bláum skítugum vinnugalla og sötra hægt og rólega púrtvín eða pernaud. Sumir bara að hanga svona ljóðrænir eins og ég, staddir inni í miðri ösinni án nokkurs ákveðins takmarks annars en að horfa á lífið sjálft. Það er einmitt við svona aðstæður sem maður sér lífið sjálft. Raunveruleikinn verður einhvern veginn áþreifanlegur og svo getur maður sagt sér að maður er ekki hluti af honum og þá svífur maður utan við hann og er ósýnilegur og það er þægileg tilfinning. Sérstök stórborgartilfinning.
Aðra morgna hef ég verið ein af þeim sem skvetti í mig einum bolla við barinn og þá er maður hluti af straumnum og það er líka stundum skemmtilegt. Sérstaklega þar sem maður er það ekki daglega. Næstum eins og maður sé orðinn leikari í raunveruleikanum. (Af hverju er "leik" í orðinu raunveruleiki? Kemur það frá orðinu leikur, að leika?)
En Reykjavík er ekki stórborg og ekki hægt að vera ósýnilegur þar. Kannski er ekki hægt að bjóða upp á kaffi að morgni til í borg þar sem allir eru sýnilegir?
Ó mig auma! Haldið þið ekki að það sé önnur íslensk stúlka í París að blogga á slóðinni parísardama. Við völdum okkur sömu síðugerðina og yfirheiti síðunnar hennar er með greininum eins og hjá mér, ParísardamaN, svo þetta er mikill bömmer. Hún hefur að vísu ekki skrifað neitt inn hjá sér síðan í mars og síðan hennar er afar stutt. Ég veit ekki hvað ég á að gera. Halda áfram með mitt næstum sama nafn, eða finn eitthvað annað? stinafina er "frátekið" þ.e. einhver Kristín gerði prufu með það einhvern tímann fyrir löngu og ég er ekki viss hvernig ég á að snúa mér í að taka yfir það. Ég gæti náttúrulega notað kristiniparis, en það er bara svo fjandi ófrumlegt finnst mér. Æ og ó, mig vantar ráð, ég á svo erfitt með að taka ákvarðanir þessa dagana. Verð að melta þetta með mér a.m.k. í dag.
Börnin eru farin út í garð með hugrökkum pabbanum. Það er rok og rigning, eins og Ísland í júlí... nei, ég meina nóvember. Þau urðu að komast út í smá loft, stemningin var frekar stirð hér í morgun. Við saklausir foreldrarnir vorum búin að gera okkur vonir um að þau svæfu aðeins út, en klukkan hálfátta voru allir vakandi og komnir fram í eldhús að borða. Við fórum í matarboð í gærkvöld og komum heim um hálfþrjú og þau voru bæði vakandi í bílnum á leiðinni heim svo þetta var undarleg nótt fyrir þau. En það er bara svo skrýtið að sum börn sofa ekkert mikið lengur þó þau vaki lengur. Mín börn eru nú samt oft vöknuð fyrir sex svo hálfátta er í áttina að því að sofa út. Ég öfunda mikið þá sem eiga börn sem nenna að kúra og hanga á morgnana.
Börnin eru farin út í garð með hugrökkum pabbanum. Það er rok og rigning, eins og Ísland í júlí... nei, ég meina nóvember. Þau urðu að komast út í smá loft, stemningin var frekar stirð hér í morgun. Við saklausir foreldrarnir vorum búin að gera okkur vonir um að þau svæfu aðeins út, en klukkan hálfátta voru allir vakandi og komnir fram í eldhús að borða. Við fórum í matarboð í gærkvöld og komum heim um hálfþrjú og þau voru bæði vakandi í bílnum á leiðinni heim svo þetta var undarleg nótt fyrir þau. En það er bara svo skrýtið að sum börn sofa ekkert mikið lengur þó þau vaki lengur. Mín börn eru nú samt oft vöknuð fyrir sex svo hálfátta er í áttina að því að sofa út. Ég öfunda mikið þá sem eiga börn sem nenna að kúra og hanga á morgnana.
8.5.04
Jæja, ég er þá loksins mætt inn á netið eins og ég lofaði fyrir margt löngu síðan. Ég geri mér ekki grein fyrir hversu mikinn tíma ég mun hafa til að skrifa hugleiðingar mínar hingað inn, en ég get sagt ykkur það að mitt fagra höfuð er að springa, þörfin er því mikil. Þar sem ég fór út í að stofna þetta núna bara alveg óvart, hef ég ekkert þema í huga akkúrat núna. Kannski ætti ég bara að byrja að segja dálítið frá sjálfri mér?
Ég hef heyrt mikið um bloggið og fann strax að þarna var miðill sem gæti hentað mér vel. Þar sem ég hef hins vegar verið í útlegð frá Vefnum í fjóra mánuði, hef ég ekki lesið mikið annarra manna blogg. Ég er því, ef svo má að orði komast, "hrein mey" á blogginu. Kannski verður það mér fjötur um fót, en kannski ekki. Tíminn verður að leiða það í ljós.
Ég er 34 ára, búsett í París (reyndar í úthverfi, einhvers konar Kópavogi ef ég á að reyna að líkja þessu við íslenskar aðstæður) og hef verið hér síðan 1989, ef frá eru skilin tæp 3 ár sem ég eyddi á Fróni í mislukkaðri tilraun til að flytja aftur "heim". Ég á tvö börn og einn kall (sem er alveg nóg, bæði hvað varðar barnafjölda og karlafjölda). Ég er leiðsögumaður og altmuligmanneskja og er að springa úr hamingju yfir lífinu sem hefur yfirleitt bara verið gott. Leiðinlegt? Ekki hafa áhyggjur, ég lofa því að ég er ekki þessi síbrosandi væmna týpa heldur frekar þessi reiða vinstisinnaða týpa. Ég hef oft miklar skoðanir á hlutunum og stundum kannski aðeins of miklar og vanhugsaðar en mér er alveg sama, ég vil frekar það en að vera sú sem yppir bara öxlum og segir: "já, en, svona er þetta nú bara og hvað get ég svo sem gert í því?". Ég ÞOLI EKKI tilhugsunina um það að maður geti ekki gert neitt í hlutunum. Við ERUM heimurinn og heimurinn er það sem við gerum hann að. (Embla, þetta er einmitt það sem við vorum að ræða með Íslendingafélög í útlöndum, félögin eru náttúrulega bara félagarnir og það sem þeir gera úr félaginu). Ef ég er "góður" heimsþegn, hlýt ég að gera heiminn að betri stað, alveg eins og ef ég er "slæmur þegn" geri ég illt verra. Nú þarf bara að skilgreina gott og slæmt og þá fara nú málin að flækjast. En ég hef reyndar ágætis siðferðisvitund og reyni að vera henni samkvæm þó ég bæði blóti stundum og sé frek. Nánar um allt þetta seinna, nú er komið að hádegismat.
Ég hef heyrt mikið um bloggið og fann strax að þarna var miðill sem gæti hentað mér vel. Þar sem ég hef hins vegar verið í útlegð frá Vefnum í fjóra mánuði, hef ég ekki lesið mikið annarra manna blogg. Ég er því, ef svo má að orði komast, "hrein mey" á blogginu. Kannski verður það mér fjötur um fót, en kannski ekki. Tíminn verður að leiða það í ljós.
Ég er 34 ára, búsett í París (reyndar í úthverfi, einhvers konar Kópavogi ef ég á að reyna að líkja þessu við íslenskar aðstæður) og hef verið hér síðan 1989, ef frá eru skilin tæp 3 ár sem ég eyddi á Fróni í mislukkaðri tilraun til að flytja aftur "heim". Ég á tvö börn og einn kall (sem er alveg nóg, bæði hvað varðar barnafjölda og karlafjölda). Ég er leiðsögumaður og altmuligmanneskja og er að springa úr hamingju yfir lífinu sem hefur yfirleitt bara verið gott. Leiðinlegt? Ekki hafa áhyggjur, ég lofa því að ég er ekki þessi síbrosandi væmna týpa heldur frekar þessi reiða vinstisinnaða týpa. Ég hef oft miklar skoðanir á hlutunum og stundum kannski aðeins of miklar og vanhugsaðar en mér er alveg sama, ég vil frekar það en að vera sú sem yppir bara öxlum og segir: "já, en, svona er þetta nú bara og hvað get ég svo sem gert í því?". Ég ÞOLI EKKI tilhugsunina um það að maður geti ekki gert neitt í hlutunum. Við ERUM heimurinn og heimurinn er það sem við gerum hann að. (Embla, þetta er einmitt það sem við vorum að ræða með Íslendingafélög í útlöndum, félögin eru náttúrulega bara félagarnir og það sem þeir gera úr félaginu). Ef ég er "góður" heimsþegn, hlýt ég að gera heiminn að betri stað, alveg eins og ef ég er "slæmur þegn" geri ég illt verra. Nú þarf bara að skilgreina gott og slæmt og þá fara nú málin að flækjast. En ég hef reyndar ágætis siðferðisvitund og reyni að vera henni samkvæm þó ég bæði blóti stundum og sé frek. Nánar um allt þetta seinna, nú er komið að hádegismat.