játning
Ég verð að játa það að ég fæ gæsahúð og grænar bólur eins og við sögðum alltaf í Breiðholtinu forðum, þegar ég heyri gaulið í Carla Bruni. Líklega væru viðbrögðin alls ekki svona hörð ef hún væri einhver önnur en hún er, þ.e. ef hún væri ekki konan hans Nicolas Sarkozy. Í raun færi ég andúð mína á honum algerlega yfir á hana. Er það óréttlátt eða eðlilegt?Ef kona er gift fávita, er hún þá fáviti líka?
Svo er það náttúrulega magnað að hugsa til þess að fram að því að hún varð konan hans gat ég alltaf komist hjá því að heyra í henni. Þó ég horfi afar sjaldan á sjónvarpsútsendingar og hlusti frekar lítið á útvarp er ég allt í einu farin að heyra til hennar af og til. Síðast á RÚV, sem er til dæmis vettvangur sem hún hefði aldrei komist á öðruvísi en að vera frönsk forsetafrú.
Lifið í friði.
<< Home