Samkvæmt norðurljósamyndatökumanninum sem ég sá í sjónvarpinu í morgun, er það kostur við Ísland hvað veðrið breytist ört. Þ.e.a.s. að nokkuð öruggt er að hægt er að sjá norðurljósin þegar maður kemur í nokkurra daga ferð til Íslands meðan það getur verið illviðri í Kanada í margar vikur í senn og ómögulegt að sjá þessi stórkostlegu náttúruundur. Frábært orð þegar tvö u koma hlið við hlið. Náttúruundur. Minnir mig á nýja fatamerki vinkonu minnar í París púúki, alveg snilld. En aftur að veðrinu.
Ókosturinn við þessar veðrabreytingar er auðvitað að þegar það kemur hitabylgja eins og gerðist fyrirvaralaust eftir hádegi í dag þegar hitinn rauk upp í 20 gráður og hlýr vindur blés um vangana, að þá er hún horfin um leið og maður hefur fagnað henni. Svífur hjá manni eins og fögur kona í mannfjöldanum í París. Maður rétt nær að njóta þess að dást að henni og úps! hún er horfin. Ekki misskilja mig, ég er ekki fyrir konur í þeim skilningi að ég girnist þær, en fallegar konur eru bara samt svo miklu flottari en fallegir karlar að það er ekki hægt að notast við þá í þessari ófrumlegu myndlíkingu minni.
Sem minnir mig á að einu sinni sem oftar var ég að svara sjálf spurningunum sem einhver átti að svara í einhverju tímariti, gerið þið það aldrei að ímynda ykkur hverju þið mynduð svara ef einhver einhverra hluta vegna hefði einhvern daginn áhuga á að vita ykkar svör? Mér finnst skemmtilegast að svara þessum stöðluðu viðtölum eins og eru í laugardagsmogganum: uppáhaldsleikari og frumlegasti maturinn og versta prakkarastrikið. Kannski ég taki mig til einn daginn og geri pistil með mínum svörum í því viðtali á þessum síðum. En ég var sem sagt að lesa eitthvað svona viðtal í glanstímariti og þar átti stúlkan að nefna fjórar (eða fimm?) flottustu konurnar. Hún nefndi Vigdísi og einhverjar aðrar kjarnakonur sem mér fannst einmitt allar flottar.
En málið er samt að ef ég yrði spurð yrðu fyrstu viðbrögð að svara að allar konur eru flottar. Það er einfaldlega svo flott að vera kona og við erum allar bara svo flottar hvort sem við erum stál eða silki eða hör eða loft. Ég er svo GLÖÐ að vera kona en ekki karl. Skítt með hærri laun. Þeir geta bara ekki komist með tærnar þar sem við höfum hælana í flottheitum. Verða annað hvort spjátrungslegir, trúðslegir, kauðslegir eða hommalegir. Greyin.
En svo mundi ég eftir síðasta "rifrildi" okkar hjóna sem fjallaði um að mér finnst að konur eigi að hafa forgang í ráðningar meðan þær eru í minnihluta í stjórnunarstöðum og sagði svo að auðvitað yrði heimurinn betri ef við konur réðum öllu því við værum svo miklir friðarsinnar að við létum aldrei stríð viðgangast. Maðurinn minn sem er stundum óþolandi klár benti mér á Margaret Thatcher og stakk upp í mig um leið. Er Margaret Thatcher flott? Ég er ekki svo viss um það. Ég veit reyndar afar lítið um konuna annað en það að ég er ekki stjórnmálalega sammála henni og finnst hún uppskrúfuð þurrpumpa. En kannski átti hún erfiða æsku, kannski var mjúk kona inni í henni sem var falin til að hún kæmist þangað sem hún kom. Ætli það séu til góðar bækur um ævi hennar? Ábyggilega, þar sem Englendingar eru álíka skriftarglaðir og Íslendingar. En það er líklega bull að segja að allar konur séu flottar. Má bara segja það með þessum fyrirvara sem þarf að hafa á öllum alhæfingum. Flestar konur eru flottar, flestir Frakkar eru sóðar, flestir karlar eru svín. Nei, þetta síðasta var nú bara grín og lifi karlmenn, flottir og óflottir.
28.5.04
flækt í netinu
Frakkland - la vie!
- PARÍSARDAMAN.COM - upplýsingar mínar um París á íslensku
- Ferðamálaráð Parísar
- Borgarvefur Parísar
- Sendiráð Íslands í Frakklandi
- Frakklandsferðir
- Myllan í Búrgúndý
- Hús í Provence og annað í Auvergne
- Ferðalangur.net
- Útlönd.is
- Ferðastofan.is
Önnur lönd
List
- Anaiki
- Bagga
- Embla Dís
- Hildigunnur
- Kurr í kólibrífugli
- Lóa
- Nornabúðin
- Parísarpési
- Rímorðaleitarvél
- Sigga Kvika
- Sólveig Anspach
- Svartfugl
- Sveitasæla
- Tregawött
Lyst
Vefrit
Móðir jörð
- Framtíðarlandið
- Íslandsvinir
- Landvernd
- Náttúruvaktin
- Hugmyndaflug
- Natturan.is
- Friður.is
- Saving Iceland
Bloggblokk
- Mikki vefur
- Bloglines
- Anna.is
- Arna Vala
- Arngrímur V
- Astasvavars
- Ármann
- Baldvin Kári
- Barbie
- Baun
- Bjarnarblogg
- Byltingarsinnuð Silja
- Chris
- Davíð
- DonPedro
- Dr Gunni
- Einn og átta
- Elías
- Elma veltir vöngum
- Erla Hlyns
- Erna
- Eyja
- EÖE
- Farfuglinn
- Ferðapabbi
- Fjallabaksleiðin
- gaa
- Gallblaðra
- Gen
- ghh
- Gurrí
- Gvendarbrunnur
- Halla
- Hanna litla
- Harpa fyrir vestan austrið
- Heiða
- Hildigunnur
- Hildur Snilldur
- Hnakkus
- Hofteigur
- Hólmfríður Mikka
- Hryssa
- Hugi
- Hugleir
- Hugskot
- Ingalvur
- Ingólfur
- Internetmamman
- Jón Lárus
- Kameljónið Birgitta
- Kókó
- Kristín
- Kristín Svava
- Linda dindill
- Ljúfa
- Maggi Ragg
- Málbein
- Már Högnason
- Nanna bístró
- Pezus heitir Hjörvar
- Prakkari Jón
- Púkinn
- Reykvísk sápa
- Rósa Rut
- Rustakusa
- Siggi Pönk
- Siggi Doktor
- Skrudda
- Sól á Íslandi
- Stebbi stuð
- Stefán
- Steinunn Þóra
- Stinningskaldi
- Sverrir
- Syngibjörg
- Tobbi tenór
- Tóta pönk
- Uppglenningur Group: Blogg fyrir blinda
- Uppglenningur Group: Ljósskáld
- Valur
- Vangaveltur
- Varríus
- Vélstýran Anna
- Væla veinólínó
- Þotustrik
- Þórdís
- Þórður
- Þórunn Gréta
- Örvitinn
Sites en français
Previous Posts
- Yfirskriftin er í raun lygi þessa dagana þar sem é...
- Hvað er þetta með þessar svokölluðu "skrýtnu frétt...
- Undarlegt þetta líf. Við erum í raun ekki að gera ...
- Jæja, nú streyma dagarnir eins og stórfljót og ég ...
- Hef ekki haft tíma til að koma á netið vegna þess ...
- Var að horfa á síðustu myndina í trílógíu (er til ...
- MORGUNKAFFI PARÍS - REYKJAVÍK Nú er klukkan orðin ...
- Ó mig auma! Haldið þið ekki að það sé önnur íslens...
- Jæja, ég er þá loksins mætt inn á netið eins og ég...
- Parísardaman er mætt á bloggið.
www.flickr.com
|
<< Home