Var að horfa á síðustu myndina í trílógíu (er til íslenskt orð? já, fann þríleikur í orðabókinni svo ég byrja upp á nýtt)
Var að horfa á síðustu myndina í þríleiknum hans Lucas Belvaux. Myndirnar heita "Un couple épatant", "Cavale" og "Après la vie" og þetta er eiginlega bara alger snilld hjá drengnum. Fær mann virkilega til að hugsa um það hvernig ekki er alltaf allt sem sýnist og hvernig maður á að fara varlega í að dæma fólk af einhverjum senum sem maður lendir í með því. Þetta er einmitt það sem ég er oft að segja við sjálfa mig, reyni oft að hugsa um að kannski eigi fólk frekar bágt en að það sé vont þó það sé kannski dónalegt við mig eða aðra... Lífið er svo margslungið og raunveruleikarnir eru jafn margir og við mannfólkið. Stundum er gott að minna sig á það.
En ég mæli eindregið með þessum myndum fyrir fólk sem er ekki orðið gersamlega afsnúið frönskum myndum, þar sem allt of margar þeirra eru allt of leiðinlegar. Þetta er ekki stanslaust fjör og eltingarleikir, en það er lögga og byssur og m.a.s. sprengjur en svo eru líka fallegar konur og skemmtilega ruglaðir kallar og fleira sem gerir góða bíómynd betri.
Annars er ég ekki mjög innblásin í kvöld, er eiginlega of þreytt til að vera að bulla á netinu fyrir ekkert og engan. Frakkar eru nú dálítið fyndnir. Það er þáttur í sjónvarpinu "Mots croisés" sem tekur alltaf fyrir merkileg málefni og reynir að greina þau niður í öreindir svona akkúrat eins og Íslendingar kunna alls ekki að gera. Yfirleitt er pólitík eða eitthvað tengt því, en nú er verið að ræða um það hvers vegna myndin "Les choristes" sem er sjúklega væmin mynd um drengi á upptökuheimili sem öðlast trú á lífinu á ný þegar yfirmaðurinn lætur þá syngja í kór. Falleg tónlist, gerist á 6. áratugnum svo það eru búningar og ýmislegt svona sem gerir góða mynd betri. Myndin er samt hrikalega ófrumleg en bara svíngengur þvert á allar spár og nú eru greinar um það í öllum intellóblöðunum og langar og strangar umræður í sjónvarpssal. Eru Frakkar ekki milljón? Eru að greina m.a. þörf fyrir að sjá annað en stríð (sem ég er hundrað prósent sammála) en líka að í myndinni er einstæð móðir sem heldur áfram að vera einstæð og karl sem ættleiðir þó hann sé ógiftur og eitthvað fleira finna þau sem gerir myndina í raun að algerlega dagsinsídag-mynd.
Ég tek það fram að ég hef ekki séð myndina og er eiginlega alls ekki að horfa á þennan þátt, heldur að skrifa á bloggið mitt, en ég las eina grein í Télérama í morgun og heyri í þeim framan úr stofunni þar sem sjónvarpið stendur aleitt og kveikt á því (skamm Kristín). Geri þetta þegar maðurinn minn er ekki heima, hann þolir þetta ekki, en mér finnst gott að hafa sjónvarpið á þó ég sé ekki að horfa svona þegar börnin eru sofnuð og ég er ein heima.
En nú eru augnlokin farin að síga og best að koma sér í háttinn með Óperudrauginn sem ég er loksins að lesa. Frábær bók eftir Gaston Leroux, svo ég haldi áfram að troða franskri menningu inn á síðuna mína. Mér finnst að Íslendingar eigi að leita meira eftir franskri menningu, ekki af því amerísk menning er drasl, heldur af því að þrátt fyrir ýmsan mismun á siðum og venjum, eru þjóðfélögin lúmskt lík. Fer betur í það seinna hvað er líkt, en nú fer ég og leggst á mitt græna. Góða nótt og sofið rótt í alla, alla, alla nótt.
10.5.04
flækt í netinu
Frakkland - la vie!
- PARÍSARDAMAN.COM - upplýsingar mínar um París á íslensku
- Ferðamálaráð Parísar
- Borgarvefur Parísar
- Sendiráð Íslands í Frakklandi
- Frakklandsferðir
- Myllan í Búrgúndý
- Hús í Provence og annað í Auvergne
- Ferðalangur.net
- Útlönd.is
- Ferðastofan.is
Önnur lönd
List
- Anaiki
- Bagga
- Embla Dís
- Hildigunnur
- Kurr í kólibrífugli
- Lóa
- Nornabúðin
- Parísarpési
- Rímorðaleitarvél
- Sigga Kvika
- Sólveig Anspach
- Svartfugl
- Sveitasæla
- Tregawött
Lyst
Vefrit
Móðir jörð
- Framtíðarlandið
- Íslandsvinir
- Landvernd
- Náttúruvaktin
- Hugmyndaflug
- Natturan.is
- Friður.is
- Saving Iceland
Bloggblokk
- Mikki vefur
- Bloglines
- Anna.is
- Arna Vala
- Arngrímur V
- Astasvavars
- Ármann
- Baldvin Kári
- Barbie
- Baun
- Bjarnarblogg
- Byltingarsinnuð Silja
- Chris
- Davíð
- DonPedro
- Dr Gunni
- Einn og átta
- Elías
- Elma veltir vöngum
- Erla Hlyns
- Erna
- Eyja
- EÖE
- Farfuglinn
- Ferðapabbi
- Fjallabaksleiðin
- gaa
- Gallblaðra
- Gen
- ghh
- Gurrí
- Gvendarbrunnur
- Halla
- Hanna litla
- Harpa fyrir vestan austrið
- Heiða
- Hildigunnur
- Hildur Snilldur
- Hnakkus
- Hofteigur
- Hólmfríður Mikka
- Hryssa
- Hugi
- Hugleir
- Hugskot
- Ingalvur
- Ingólfur
- Internetmamman
- Jón Lárus
- Kameljónið Birgitta
- Kókó
- Kristín
- Kristín Svava
- Linda dindill
- Ljúfa
- Maggi Ragg
- Málbein
- Már Högnason
- Nanna bístró
- Pezus heitir Hjörvar
- Prakkari Jón
- Púkinn
- Reykvísk sápa
- Rósa Rut
- Rustakusa
- Siggi Pönk
- Siggi Doktor
- Skrudda
- Sól á Íslandi
- Stebbi stuð
- Stefán
- Steinunn Þóra
- Stinningskaldi
- Sverrir
- Syngibjörg
- Tobbi tenór
- Tóta pönk
- Uppglenningur Group: Blogg fyrir blinda
- Uppglenningur Group: Ljósskáld
- Valur
- Vangaveltur
- Varríus
- Vélstýran Anna
- Væla veinólínó
- Þotustrik
- Þórdís
- Þórður
- Þórunn Gréta
- Örvitinn
Sites en français
Previous Posts
- MORGUNKAFFI PARÍS - REYKJAVÍK Nú er klukkan orðin ...
- Ó mig auma! Haldið þið ekki að það sé önnur íslens...
- Jæja, ég er þá loksins mætt inn á netið eins og ég...
- Parísardaman er mætt á bloggið.
www.flickr.com
|
<< Home