16.3.06

1954

Árið 1954 kom fyrsta litasjónvarpið á markað. Sama ár kom fyrsta þunglyndislyfið líka á markað. Maðurinn sem ég var að lesa viðtal við spurði sig einhvern tímann hvort tenging væri þarna á milli. Hann minnti einnig á að þetta ár fór fyrsti kjarnorkukafbáturinn á haf út. Sprengjan hafði verið til um tíma, en nú var hún allt í einu orðin hreyfanleg og þá enn meira ógnvekjandi. Eins gott að áhyggjufullar húsmæður gátu fengið uppáskrifað róandi og drukkið vodkatónik með yfir litasjónvarpinu.

Spurning dagsins er: Hver er maðurinn?

Lifið í friði.