einvígi
Kannski hefur mikið "querelle" eða ritdeila milli hvalsins Hauks og Sigurjóns Sjónar farið framhjá einhverjum.Ráðlegg ykkur þó að setja ykkur inn í málið, þetta er hin besta skemmtun, eitthvað annað en fruntaleg skrif Sverris Hermannssonar eða vælið sem að jafnaði vellur um síður dagblaðanna.
Þarna eru tveir góðir pennar og hugsandi menn að deila um þetta mikilvæga vafaatriði teiknimyndamálsins ógurlega sem skilur milli þeirra sem líta á málið sem þarft prófmál í málfrelsi og þá sem líta á að ókeypis móðgun við venjulegt fólk sé óþarfa sport og misnotkun á málfrelsi.
Fyrst skrifaði hvalurinn þessa grein.
Sjón svaraði með þessum orðum.
Hvalur stökk upp úr flensunni og ungaði þessu út sér til varnar.
Mér finnst ekki gaman að horfa á hnefaleika, hef ekki sérlega gaman að íþróttum en þetta eru skylmingar að mínu skapi. Áfram Haukur! Komdu nú með svar við þessu Sjón!
Lifið í friði.
<< Home