6.3.06

konur menningartákn

Það er grein um mig og mína líka á Hugsandi. Er það rétt að fólk sé ekki sátt við að ég endaði með manni af erlendu bergi brotinn?
Ég veit það ekki sjálf. Hef aldrei lent í því að neinn segi það við mig. Ég man að mamma var dálítið svekkt þegar ég var "komin með franskan" en ég taldi það stafa af óskum hennar um að ég settist aftur að á Íslandi.
Hins vegar skil ég afskaplega vel eina konu sem býr hér og á son sem er tvíþjóða sem fór og fann sér íslenska konu.
Ég skil ánægju hennar yfir því að þannig er tryggt að börnin hans fíla sig vel íslensk, ekki bara "frönsk en eiga íslenska ömmu". Kannski er þetta tengt þessari "íslensku þjóðernisvitund" og sannar innbyggðan vilja íslenskra kvenna til að viðhalda íslenskri menningu? Þó við förum burt af landinu og eigum börn með útlendingum?

Lifið í friði.