19.6.04

Hún var nú skondin skrýtna fréttin í mogganum á laugardaginn var, sem ég er að lesa núna (tekur um 3 daga að komast í gegnum blaðið og stundum fer það ólesið í endurvinnsluna). Um tófuna og kríuvarpið. Fer ekki ofan af því að þetta hefur ekkert á útsíður að gera, en hins vegar ættu svona skemmtilega skrifaðar litlar skondnar sögur úr dýraríkinu að birtast t.d. í barnablaðinu. Hvað var meint með "hvít tófa í nýjum sumarbúningi"? Er sumarbúningur tófa hvítur? Eins og hjá þotuliðinu í París? Eru þotuliðsgellur kannski tófur?
Nenni ekki að skrifa meira með annarri hendi (tanntakan dregst á langinn).