7.6.04

Ég ætla, eins og þið vitið flest, að fara út í sjálfstæða leiðsögn í París í sumar. Verð með göngutúra alla fimmtu- og föstudaga og hægt að panta mig í netfanginu mínu sem er parisardaman@free.fr
Það hafa komið heilmikil viðbrögð við greininni um mig í Fréttablaðinu. Meira en ég átti von á. Kannski á maður að vera hræddur við fjölmiðlaveldi á Íslandi?
Ég er annars mjög spennt og bjartsýn á það að vera á eigin vegum í sumar. Þetta er ekki mikil áhætta þar sem enginn beinn kostnaður er af þessu fyrir mig. Bara mín vinna. Hef verið heilmikið að svara bréfum og svoleiðis svo líklega verð ég aldrei hálaunamanneskja af þessu. En þetta er samt skárra en að vera láglaunamanneskja að jaska sér út fyrir einvhern annan, er það ekki?
Ég er búin að ákveða að enda hver greinaskil á spurningu. Hef fengið allt of lítið af commentum og þetta gæti hvatt fólk til að skilja slíkt eftir hjá mér. Hvernig líst ykkur á það?
Annars er klukkan orðin allt of margt. Glösin orðin miklu meira en tóm eins og Valgeir lét Ingunni syngja forðum í júróvisjón (þeirri sömu keppni og Gísli Mart sigraði í um daginn í... Tyrklandi? - var sko að borða foie gras og drekka kampavín með nýjasta eiginmanninum á meðan). Ég lofa því að það var bara Volvic eldfjallavatn í glasinu mínu í kvöld. Ekkert vín og engar pillur, bara svo gaman að lifa og veðrið svo gott og maður bara kófsveittur og glaður. Eruð þið það ekki líka?