22.6.04

Af hverju má fólk ekki vera eins og það er? Mér dettur þetta í hug eftir samræður við einn túristann minn sem sagði mér að hann hefði fengið eilífar glósur á sig þegar þau fóru fínt út að borða og hann vildi bara bjór með matnum. Af hverju má hann ekki drekka bjór frekar en að pína ofan í sig rauðvín sem honum þykir ekki gott og verður yfirleitt veikur af? Af hverju viljum við alltaf vera að búa til reglur yfir óþarfa hluti og erum svo ofsalega dugleg við að brjóta hinar þörfustu reglur eins og rauða kallinn á gatnamótunum o.s.frv?
Ég þoli ekki reglur um klæðaburð, hárgreiðslu, hvernig á að standa upp og setjast og fleiri svona snobbreglur sem eru líklega leifar af konungatímabilinu. Hins vegar hef ég yndislega gaman að því að fara fínt út að borða og finnst þá nauðsynlegt persónulega að drekka rauðvín með matnum. Ég fæ hins vegar ekki séð hvað veitir mér rétt á að hneykslast á þeim sem vill frekar bjór með steikinni. Ef honum finnst það betra, get ég með engu móti mótmælt því. Misjafn er smekkur mannanna sem betur fer!
Áfram Frakkland. Lifi Barthez. Lifi Zidane.