nótt hinnar löngu vöku
Í nótt svaf ég lítið sem ekkert. Kannski svaf ég meira en mér finnst, mér finnst ég hreinlega hafa dottað milli sex og sjö, kannski náði ég lengri svefn en það inn á milli þess sem ég bylti mér, stíf og hrædd, full vanlíðunar.Prófstressið er komið af fullum krafti.
Svona prófkvíði er sjúkdómur.
Nú verður brunt í parapharmacie og kaupt kalk og magnesíum. Mér er sagt að taka svoleiðis á kvöldin, það hafi sefandi áhrif.
Það versta er, er að ég tók vinnu báða dagana um helgina. Ég bara get ekki sagt nei. Get það ekki, peningagræðgin alveg að fara með mann. Þó ég viti að þeir finni alltaf leið til að ná peningunum af mér aftur, get ég ekki haldið í mér.
En á milli túranna verður lesið af hörku og spáð og spekúlerað, æft sig í hljóðritun, ártöl lögð á minnið og reynt að skilja muninn tanntvíframvaramæltu og uppáskágómskældu hljóði í eitt skipti fyrir öll.
Lifið í friði.
<< Home