26.11.07

þjónn það er ráð í súpunni minni

Þar sem ég las upprifjun Gurríar á því að engum fannst nokkuð mál að finna upp orðið flugþjónn fyrir karlkyns flugfreyjur rann upp fyrir mér það ljós að þjónn er líka fínt í staðinn fyrir fyrir ónefnið ráðherra. Einhverjar hugmyndir að forskeyti?

Í gær skein sólin og svo aftur í dag. Ég er búin að vera úti báða dagana og ganga mig upp að hnjám. Gaman að því.
Drakk kampavínsstaup á okurprís í fallegu umhverfi með góðri konu sem kom töskulaus og alein til borgarinnar í gær.
Horfði á mann ræna myndavél af öðrum manni 10 sinnum í morgun. Skemmtilegast var að sjá viðbrögð grandvaralausra vegfarenda, enginn sýndi þó hetjubrögð og sneri leikna þjófinn niður.

Ég er svo þreytt. En svona þægilega þreytt, með-hita-í-kinnum-eftir-útiveru þreytt. Eins og uppi í fjalli.

Lifið í friði.