5.12.07

ljós

Ég vígði loksins núna fyrst borvélina mína. Hesú maría hósei hvað það var gaman að dúndra holum í helvítis vegginn sem ég var einu sinni næstum því búin að berja höfði mínu í (og eyðileggja það) eftir að vera búin að gera allt of stóra og allt of grunna holu í hann. Svoleiðis klúður er úr sögunni. Sem og vandræði með dýptarstillingu. Þessi er alvöru og stoppar borinn þegar hann á að stoppa. Eina sem ég þurfti að gera var að raka leggina fyrir myndatökuna, ég bora sko alltaf í bíkíní og vildi náttúrulega mynd af vígslunni. Ferlegt hvað maður er latur við að raka leggina á þessum árstíma. Nú er ég sem sagt komin með þetta fína (og hræódýra, takk IKEA) veggljós í stofuna.

Ég ætla að játa tvennt fyrir ykkur:
1.Mér fannst ég verða að setja það hingað inn að ég hefði fest upp veggljós í stofunni og gæti nú hent út standlampanum sem stóð einmitt í veg fyrir komandi jólatré. En um leið fannst mér alveg hrikalega lamað að skrifa um þetta. Ég er sem sagt í blússandi bloggkrísu þessa dagana, það er alveg greinilegt.
2. Ég rakaði ekki á mér leggina, ég var ekki á bíkíní og það var engin mynd tekin. Svona reddaði ég bara krísunni minni yfir að þurfa (því, já, ég VARÐ!) að skrifa leiðindablogg um ljósauppskrúfanir á bloggið mitt.

Öllum var sama þó ég hefði gleymt lokaorðunum á dögunum. Það eru mér vonbrigði því mér brá ógurlega sjálfri þegar ég tók eftir þessu.

Lifið í friði.