4.12.07

að synda í hafragraut

að vera föst í umferð á hraðbraut

að ganga í vel blautri drullu

að bíða í röð í banka, á pósthúsi, hjá tryggingastofnun

að vera fimm ára og bíða jólanna

allt þetta og miklu verra er að vera að skrifa ritgerð sem þarf að skila í kvöld

ef það gæti rústast út úr mér orðaflóðið eins og stundum hér á blogginu, nei, þetta er setning og svo rembingur, hik, hikst og sviti, setning og svo aftur þjáningin...

af hverju er maður svona óöruggur með sig? kannski vegna þess að maður byrjaði of seint? kannski vegna þess að besti tíminn til að vera námsmaður er um tvítugt þegar manni finnst allar hugmyndir manns svo mikil snilld?

Æ, ég veit að ég ætti ekki að trufla ykkur með þessu rausi, en ég varð að fá nýja færslu efst, sú síðasta var einum of DollýFr eitthvað. DollýFr er þjófstolið beint af síðu Þórdísar múmínmömmu, hún verður bara að fyrirgefa mér eða koma ellegar og skjóta mig.

Hver tók eftir því að um daginn gleymdi ég að setja lokaorðin, möntruna mína, galdurinn minn, í pistil?

Lifið í friði.