5.8.07

bara las mbl

Ég ætlaði að lesa um hrakfarir ferðalanga um Verslunarmannahelgina á mbl en þar er ekkert djúsí um fulla unglinga, bara hjólhýsi sem fauk. Jú, reyndar fannst LSD, halló, er það ekki rosalega síðasta öld eitthvað?

Ég hef ekki lagt í að setja upp hjá mér forrit sem útiloka bloggin og auglýsingarnar á fjölmiðlasíðunum, ég bara legg ekki í að lenda í einvherjum vandræðum og eyðileggja netið í tölvunni minni. Þess vegna rakst ég á þessa færslu og langaði að deila henni með ykkur. Franskur ferðamálafulltrúi ræddi einmitt m.a. mengunarvandamál túristabransans á ráðstefnu á Íslandi í vor.
Við náttúruverndarsinnar verðum auðvitað að taka þessa hluti með í reikninginn, það er ekki nóg að biðja um "eitthvað annað en álver", við verðum líka að segja hvað og hvernig og hverjar afleiðingarnar af því eru til langs tíma. Því miður getum við ekki ætlast til þess að allir breytist í nægjusama tófúétandi jógameistara þó líklega sé það það eina sem getur stöðvað bráðnun klakans.

En dularfyllst er fréttin af manninum með áverkana í Hraunbergi sem, eins og fréttatilkynningin segir réttilega, er nálægt Austurbergi. Ég ímyndaði mér miðbæjarrottuna súpa á latte-inu og hugsa: Ha? Austurberg?

Lifið í friði.