2.8.07

nýr lífsstíl

hakkaði sneiddi og skar nýupptekið grænmeti sem mallaði í ólífuolíu ásamt kryddblöndu

rjómalufsu hent útí

þorskflökin liggja glansandi á disk

ofninn fer bráðum að hitna

grænmetið sósan og flökin verða bökuð

fullkomna eiginkonan bíður með kaldan bjór í glasi handa manninum, sjálf ætlar hún að fá sér pastís
(í þessari setningu er sumt hluti af nýja lífsstílnum, sumt gömul tugga)

börnin fóru með afa og ömmu í dag, tvö ein bara við í tvær vikur

tepokablogg eða einkalífsblogg? jahá bæði og stend við það alla leið!

Lifið í friði.