2.8.07

faðir bloggsins

Í kunningjahópnum mínum eru hjón sem mér þykir ógurlega vænt um og er alltaf gaman að hitta. Þau heita Bragi og María. Það var einmitt Bragi sem sagði mér frá því að það væri auðvelt að opna bloggsíðu, væru fullt af svæðum til, til dæmis blogspot. Ég hafði þá heyrt óljósar sögur af þessu fyrirbrigði.
Ég fór eftir fyrirmælum mannsins sem mætti því segja að væri faðir bloggsins míns.

En Bragi og María eru fjölhæf og troðfull af góðum hugmyndum jafnframt því að vera dugleg. Áður en þið ælið skal ég bara koma að kjarnanum: þau eru búin að opna aftur búðina sína RANIMOSK á besta stað í bænum við hliðina á bæði Dressmann og Café Oliver. Búðin verður opin til jóla. Um að gera að hlaupa og kaupa sér bol eða eitthvað annað skemmtilegt hjá þeim.
Og berið þeim kveðju mína í leiðinni. Allt allt of langt síðan ég hef séð þau.

Lifið í friði.