29.6.07

allt með lj

Ég skil ekki hvernig einhver getur sagt hvað þá skrifað að orðið ljóð sé ekki gott.

Ljóð, fljóð, jóð, sljó, elja, hylja, elja, ljá, hljóð, ljós, ljóður, ljót, ljóður, rjóður, frjó, grjón, brjóta...

orð sem innihalda LJ eru einfaldlega falleg

falleg og bragðgóð

Ljóðin sem eru gefin út eða flutt þér:
sum eru ljóð og þá finnurðu eitthvað lifna innan í þér
sum eru bara ekki neitt
þá lifnar ekki neitt og allt deyr

Ekki svo einfalt, að vita hvort er, alltaf

ég held samt að þau þurfi öll að vera þarna, orðin, ljóðin, ó-ljóðin, til að þrífast

Sammála hreinu hjartahlýju rafauganu um að varla er hægt að trúa því að fólk sé í alvöru pirrað og reitt. Kannski bara soldið svekkt, jú, sérstaklega þegar fólk er dissað dögum, vikum, mánuðum saman. Jú, trúi því.
En kommon.
Öndum öll að okkur helíum; verum fyndin og elskumst.

Lifið í friði.