21.6.06

detta mér nú allar

Ég ÞOLI EKKI símasölufólk, símakönnunarfólk, símaplatara. Það er sífellt verið að hringja hingað, bæði frá fyrirtækjum sem ég skipti nú þegar við sem reyna að veiða mann inn í dýrari áskriftir og hef ég stundum orðið fyrir dónaskap þegar ég hef varist með kjafti og klóm (nota bene alltaf yfirmáta kurteis) og samkeppnisaðilum í leit að nýjum kúnnum.
En rétt í þessu var verið að grípa mig, ég eitthvað annars hugar og svaraði einhverri kellingu um vín, vegna þess að mér fannst það áhugavert efni. Haldiði ekki að hún klykki út með að ég hafi unnið mér inn einhvers konar gjöf? Þá varð mér ekki um sel en þar sem ég er svo kurteis sagði ég bara takk og bless. Ég er ekki svo græn að ég viti ekki hvað "gjöf" frá einhverju markaðsrannóknafyrirtæki þýðir. Það þýðir náttúrulega ýmsar skyldur eða að maður á að punga út nokkrum evrum eða eitthvað þaðan af verra (svo sem gefa annað barnið sitt eða...).
Þeir mega taka þessa gjöf og stinga henni upp í óæðri endann á sér. Af hverju sagði ég ekki bara strax að ég gæti ekki talað við hana? Ég geri það alltaf! Af hverju þarf maður við og við að vera tekinn í rass í heiminum eins og hann er í dag?

Lifið í friði.