21.6.06

fête de la musique

Í dag er lengsti dagur ársins. Sem þýðir að frá og með morgundeginum fer sól LÆKKANDI á lofti. Það finnst mér ekki góðar fréttir.
Hins vegar er tónlistarhátíð í Frakklandi í dag. Gengur út á að allir sem kunna að spila eða syngja mega fara út á götur og framreiða tónlist án leyfis borgaryfirvalda.
Frábær stemning víðsvegar um borgina París og bara alls staðar í Frakklandi. Allt ókeypis. Gaman gaman.
Get t.d. nefnt að Placebo er í kvöld úti í La Défense. Ekki það að mér finnist vælið í þeim merkilegt, bara eina nafnið sem mér datt í hug að þið heima á skerinu góða þekkið.
Og munið: dagarnir fara að styttast á morgun. Það hlýtur að þýða styttri haustrigningardagar?

Lifið í friði.