j'ai envie de vous écrire
"J'ai envie de vous écrire, mais je n'ai rien à vous dire" skrifaði Voltaire í bréfi til vinkonu sinnar.Á íslensku gæti þetta hljómað:
Mig langar til að skrifa þér en ég hef ekkert að segja.
Einmitt svona líður mér núna. Mig langar svo að skrifa ykkur eitthvað en ég hef fjandakornið ekki neitt að segja. Bendi ykkur á að fara inn á Vangaveltur Vésteins þar sem hann og fleiri velta vöngum yfir áhrifum drekkjum-spjaldsins á baráttuna gegn stóriðju. Fullt af áhugaverðum punktum. Fyrsta færslan um þetta er frá föstudeginum síðasta og þar verður líka að lesa svörin, og svo langlokuna hans frá því í gær.
Svo var ég að flakka, fór í gegnum tengil hjá Hönnu litlu yfir á Málbein og þaðan úr kommenti yfir á síðu sem ég hóf að lesa og sé allt í einu að 7. maí tengdi hann yfir á mig og svei mér ef hann sakar mig ekki um að vera geðsjúk.
Allt af því að ég, í svipuðu letikasti og núna, benti fólki á að lesa frásögn Önnu.is af ömurlegri viðreynslu og segi að karlmenn geti verið ÖM. Það má víst ekki alhæfa svona. Nenni ekki að benda honum, né ykkur hér að vitanlega geta konur líka verið ÖM og vitanlega er til fullt af góðum körlum og vitanlega er alhæfing alltaf röng (hef líklega skrifað það hundrað sinnum í ýmsum myndum hér). Það er alltaf skrýtið að sjá sjálfan sig á öðrum síðum svona óforvarendis. Ég gleymi því oft að ég þekki ekki helminginn af þeim sem koma hingað inn og hafði t.d. ekki hugmynd um þennan bloggara þangað til í gær.
En ég er farin í metró í bæinn í bíó á Marie-Antoinette. Kannski mun ég hafa eitthvað að segja ykkur eftir þá reynslu?
Lifið í friði.
<< Home