Guð sagði:
Það verða til svartir menn og hvítir menn.Það verða til litlir menn og stórir menn.
Það verða til fallegir menn og ljótir menn.
Allir þessir menn eiga að vera jafnir. Það verður erfitt.
Það verða til svartir, litlir og ljótir menn. Fyrir þá verður þetta sérstaklega erfitt.
Það eru tuttugu ár í dag síðan Coluche dó. Hann var grínisti eða trúður sem réðst á öll tabú og var mjög vinsæll í Frakklandi.
Hann stofnaði Restos du Cœur, ókeypis veitingahús sem gefa fátækum að borða á veturna.
Hann var feitur og ljótur í útliti, en samt finnst manni hann svo fallegur að maður kemst við þegar maður sér myndir af honum.
Hann dó þremur árum áður en ég kom til Frakklands, en ég vissi samt hver hann var svo til strax, svo mikið er hann endursýndur í sjónvarpi, endurspilaður í útvarpi og fjallað um hann í pressunni.
Á morgun opnar nýtt listasafn í París, Quai Branly. Var að horfa á viðtal við Jean Nouvel, arkitektinn, í hádegisfréttum. Ég skildi ekki helminginn af ræðunni en ætla að reyna að ryðja fram nokkrum punktum sem ég náði: húsið á að segja manni að þetta sé eitthvað sem komi ekki frá okkur, þetta kemur langt að, verkin eiga að vera "laus" ekki lokuð bakvið lás og slá, birtan á að leika um þau, maður á að geta horft á þau meðan ský dregur frá sólu og sjá áhrifin, á terrössunni á þakinu finnst manni Eiffelturninn vera að detta yfir mann, í tjörnunum þar speglast turninn í heild sinni, enda var ekki hægt að keppa við hann um athygli og því varð hann að fá að vera með. Ég held líka að það felist einhver hógværð í að húsið mun verða falið innan um gróður, einn veggurinn er t.d. gróðurveggur.
Ég ætla að kíkja á þetta safn hið fyrsta. En fyrst verð ég að fara og sjá vatnaliljurnar hans Monet í Orangerie safninu.
Ég veit ekki hvort þið gerið ykkur grein fyrir stórvirkinu sem felst í þessum pistli: þrír tenglar!
Lifið í friði.
<< Home