29.5.06

mio dio

Ég var að ljúka við Angels and Demons. Held að héðan í frá muni ég láta Dan Brown í friði. Á reyndar eftir að sjá Da Vinci lykilinn í bíó en svo verður okkar sambandi slitið.
Ég hef mjög gaman af góðum reyfurum, góðri spennu og skemmtilegum samsæriskenningum, en einhvern veginn náði ég aldrei að skemmta mér yfir þessari bók. Skemmti mér ágætlega yfir Da Vinci, en hún var mun fljótlesnari og auðvitað skiptir máli að París er í henni.
Róm á ég alveg eftir að uppgötva, því miður, eins og reyndar megnið af Ítalíu. Sikiley er mögnuð eyja og mig langar mikið aftur þangað, en mig langar líka í rómó menningarferð til Rómar, dansa í gosbrunninum, er það sá sami í bókinni og í La Dolce Vita Fellinis? Og ég veit að ég verð einn góðan veðurdag að sjá garðinn hennar Niki de Saint-Phalle sem mun vera í nágrenni Florence. Og svo langar mig í fjallaþorpin og svo verð ég líklega að endurnýja kynni mín við Feneyjar, en þau voru erfið síðast, í sömu Inter-Rail ferð og minnst var á hér í síðasta pistli. Fíluðum okkur engan veginn í túristafarganinu um miðjan ágúst og flýðum landið yfir til Frakklandsins okkar aftur eftir einn dag þar og enga nótt.
Jamm. Mér leiðist.
Er einhver þarna?
Lifið í friði.