18.5.06

"mæðradagsvendinum

fylga mömmulegir garðhanskar" stendur í auglýsingu í blaðinu.
Þetta eru blómum skrýddir hanskar og það sér hver heilvita maður að þeir passa ekki fyrir einhleypar og barnlausar konur. Nei, svona er bara fyrir mömmur. Eru mömmur kannski ekki lengur konur? Eða er vandamálið að barnlausar konur eru varla almennilegar konur?

Var ég annars búin að segja að ég hef megnustu óbeit á svona markaðssettum væntumþykjudögum?

Lifið í friði.