24.5.06

bjartsýn á hlaupum

Ferlegt veður hér líka. Bara svo þið vitið það. Skítarok og kuldi. Eða rok og skítakuldi. Fer eftir því hvernig á málin er litið.

Bætti Cafe Optimisten inn í LYST þó vitanlega sé ógreinileg skil milli i og y hjá þeim.

Vínskólinn fór um daginn í LYST og á vel heima þar. Spyrjið bara Nönnu R og fleiri.

Ég er föst í Monet og aldamótunum 1900 en verð að hlaupa frá honum yfir á 17. og 18. öld í Versölum. Sem er ekki leiðinlegt sossum, bara verst að hafa ekki meiri tíma en þetta í karlinn.

Ég hleyp alda milli, bólur hlaupa upp á líkama dótturinnar. Ætli drengurinn þurfi svo að bíða í aðra 10 daga, ég var nú að vona að þau fengju þetta saman. Krosslegg fingur upp á að næturnar verði ekki svefnlausar því ég mun þurfa að hlaupa í orðsins fyllstu merkingu hópa á milli á næstu dögum.

Lifið í friði.