15.5.06

kosningaréttur

Ég er skyndilega orðin ferlega svekkt yfir að mega ekki kjósa í sveitastjórnarkosningunum. Ég geri mér fulla grein fyrir því að ég má og mun kannski kjósa í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á laugardaginn, en einhverra hluta vegna bætir það ekki svekkelsið yfir hinum kosningunum upp.
Ég neita því ekki að ég væri alveg til í eitt gott stuðpartý á laugardaginn, helst með fullt af hommum eins og þegar B vinur minn var hérna og reddaði okkur stelpunum slíkum partýum.
Man líka eftir einu ágætis söngvakeppnispartýi í Karlsruhe. Þá var ég búin að bjóða öllu genginu hér í París heim til mín, fékk símtal á föstudagsnóttu, reif mig upp úr rúminu, skrifaði miða og setti lykilinn undir mottuna og óskaði öllum góðrar skemmtunar í partýinu mínu. Þegar ég kom föl og þreytt heim á mánudagsmorgni var ennþá partý hjá mér.

Á laugardaginn virðist sem ég muni vera hér heima með kallinum sem hefur ennþá minni áhuga á þessari söngakeppnisvitleysu en ég. Hann hló þó við fót þegar ég sagði honum sögur af Silvíu Nótt. Kannski við ættum að fá pössun og tékka á portúgölskum börum í París? Eða Litháenskum (er þetta skrifað svona?).

Af hverju er sagt Íranar en ekki Íranir?

Lifið í friði.