12.5.06

vendredi

í morgun las ég mér til um hlaupabólu á doktor.is því allar líkur eru á að börnin mín séu nú smituð.
Með áframhaldandi fikri eins og gengur og gerist á netinu fór ég að lesa um lyf við herpes, skoðaði hvað sagt var um zovir sem ég nota þegar ég fæ frunsu og hugsaði um leið að það væri langt síðan ég hefði fengið slíkan óþverra. Innan við klukkustund síðar gerði frunsan sem nú trónir í munnviki mínu vart við sig. Máttur hugans er ótrúlegur. Eða tilviljunin. Eða eitthvað.

Annars held ég að meginástæða fyrir bloggþurrð síðustu daga, fyrir utan annir í vinnunni, sé lestur LoveStar. Ég er gáttuð yfir þessari bók og hef ekki græna glóru um það hvert hún ætlar með mig þó ég eigi bara einn eða tvo kafla eftir. Ég hætti áðan til að hvíla mig og melta og af því ég tími ekki að klára bókina alveg strax.
Góðir sprettir hjá honum, stundum smjatta ég og sleiki út um en dálítið verið að fara í allar áttir þó auðvitað sé það samt líklega viljandi, heimurinn sem bókin gerist í er einmitt þannig, allt að gerast í einu og allir alls staðar, allir tengdir en týndir um leið. Er heimurinn nokkuð orðinn svona núna? Erum við að gera of lítið af öllu? Mér líður stundum dálítið þannig.

Maðurinn í útvarpinu sagði: Bannað að keyra fullur. Ég er ekki full en ég ætla ekki út að keyra. En ég er gersamlega úti að aka.

Góða helgi.