11.5.06

sjálfhverfa

Ég er svo innilega ekki í stuði til að blogga einmitt núna en er svo sjálfhverf að ég er sannfærð um að vera að bregðast einhvers konar skyldum gagnvart lesendum. Djöfull er maður skrýtinn.

Ég er draugfúl yfir því að hafa ekki svarað getrauninni hans Rafauga um daginn því ég las færsluna og fór svo að gera annað og sönglaði lagið allan daginn og líklega í tvo slíka. Gekk m.a.s. svo langt að reyna að leita að disknum en það bar ekki árangur. Verð að komast að því hvaða flokkunarkerfi maðurinn minn notaði á íslensku diskana þegar hann eyddi löngum tíma um daginn í að endurraða disasafni heimilisins. Hef ekki alveg náð að skilja það til hlítar.

Annars vona ég bara að veðrið leiki við ykkur heima áfram. Það er ekki til neitt betra sólarland en Ísland, þegar hún lætur sjá sig og lofthitinn fer aðeins upp er þetta blessaða sker okkar paradís á jörðu... ennþá...

Lifið í friði.