3.3.06

höfnun

Í gær gerði ég tilboð í lítið verkefni. Ég var búin að setja mér ákveðið verð, en maðurinn minn sannfærði mig um að hækka það. Ég ákvað að fara eftir honum, minnug umræðna sem spruttu upp hér á síðunni fyrir einhverju síðan um verð fyrir þýðingarstörf þar sem í ljós kom að karlar settu upp mun hærra verð en konur.
Ég fékk ekki vinnuna. Ég mun aldrei vita hvort ég hefði fengið hana á mínu verði.
Lífið er stundum hart.

Og ferlega rignir, það er myrkur hér inni, kveikt á lömpum um tvöleytið. Í mars.

Minni á föstudagskvikmyndagetraun Hjartar, það er allt of dræm þáttaka og hann sem byrjaði að semja þessa á þriðjudag, svínslega erfið, lofaði hann.

Lifið í friði.