3.3.06

fegurðarsamkeppni tapar

Ég lýsi yfir ánægju minni og stolti yfir ungum stúlkum á Vestfjörðum sem skráðu sig ekki í fegurðarsamkeppni. Þetta vona ég að sé merki um nýja tíma, að ungum stúlkum finnist þær ekki þurfa að stíga á pall og metast um líkamsburði eða gott hjartalag eins og stjórnendur þessara undarlegu viðburða hamast við að segja mikilvægasta punktinn.
Ég hvet alla lesendur mína til að letja ungar stúlkur í kringum þá til að skrá sig. Þannig gæti þetta barn síns tíma loksins tekið enda, því það er jú víst að meðan auglýsendur halda áfram að styrkja, meðan keppnin malar gull, halda stjórnendur áfram að glepja ungt fólk til þáttöku.

Annars hef ég ekkert til að kveina yfir. Það er rigning, húsið er að gráta. Ekki ég.

Lifið í friði.