3.3.06

spennandi líf húsmóðurinnar

Ég tapaði enn og aftur kvikmyndagetrauninni og viðurkenni að síðasta uppástunga mín var algerlega lömuð eins og unglingar sögðu fyrir nokkrum árum. Ég segi mér það hins vegar til varnar að ég var á kafi í ferlega spennandi norskri mynd. Allt í einu kom smá kafli þar sem andrúmsloftið var létt upp með litlu kómísku atriði og þá setti ég á pásu, hljóp í tölvuna og leit á nýju vísbendinguna. Þessi mynd sem ég hef aldrei séð, Reality bites, var það eina sem skaut upp í kolli mínum.
Svo sökkti ég mér aftur ofan í svartan norskan þrillerinn og fyrsta hugsunin þegar stafirnir runnu yfir skjáinn í lokin var: Ekkert af þessum myndum passar almennilega við allar vísbendingarnar.
Settist aftur við tölvuna og þá var Hanna litla búin að skjóta mér og öllum öðrum þáttakendum ref fyrir rass.

Þannig að nú fáið þið að geta: Hvaða mynd var ég að horfa á? Það eru komnar tvær vísbendingar, norsk, þriller.

Lifið í spennu en samt í friði. (Raddirnar í höfði mínu sögðu mér að ef ég hefði bara spennu myndi öll von um heimsfrið verða að engu).