14.2.06

Bendi á tvær skemmtilegar greinar á Hugsandi: AFREKIN "OKKAR" og EFNISHYGGJA Í EYÐIMÖRKINNI. Svo eru áreiðanlega fleiri skemmtilegar greinar, hef bara ekki haft tíma til að skoða meira. Jú, um daginn las ég ágæta hugleiðingu um verslunarmiðstöðvar.

Mér finnst alltaf óendanlega spennandi að lesa um Afríku. Bæði svörtu Afríku og Norður-Afríku, en svarta Afríka heillar mig samt meira. Mig langar mikið til að koma þangað, en það sem gerir mér erfitt fyrir er að mig langar að koma þangað og upplifa hana eins og hún var þegar ég bjó þar. Ég var nefninlega fyrir löngu síðan kolbikasvört akfeit kerling og bjó þarna ásamt Emblu vinkonu sem hefur haldið svertingjakerlingarsál sinni mun betur en ég.
Þó hún sé snjakahvít og búi í Danmörku er engum blöðum um það að fletta að þar fer svertingjakerling.
Svertingjakerlingar eru líklega skemmtilegasta fólkið í heiminum ef maður má alhæfa.
Glaðlyndar, hjálpsamar og tengdar við náttúruna.
Skítsama um almenningsálit og stoltar af uppruna sínum.
Þetta eru alhæfingar og þær eru alltaf rangar en samt er þetta satt.
Mig langar til Afríku en ég er hrædd við að sjá Afríku ónýta og fulla af svöngu fólki. Og rusli. Vinkona mín var mikið í Afríku á síðasta ári vinnunnar vegna og hún sagði mér að hún ætlaði aldrei, ALDREI, að fara þangað aftur. Ruslið er að kæfa fólkið þar. Rotnandi ruslahaugar á hverju götuhorni. Rusl. Úrgangur. Rotnun. Afríka nútímans.

Lifið í friði.