10.2.06

mismunun

Eftirfarandi er svar frá ordabok.is sem barst vinkonu minni í tölvupósti eftir fyrirspurn:

"Erlendur ríkisborgari þarf ekki að greiða VSK. Íslendingur (íslenskur ríkisborgari) sem býr erlendis þarf að greiða VSK."

Ég er ekki sammála þessu. Ég fékk vsk endurgreiddan af vörum núna um jólin og er það ekkert nema réttlátt þar sem ég bý ekki á Íslandi. Ég sé ekki að þessi regla sem þau setja sér þarna geti staðist.

Lifið í friði.