12.2.06

spurning

Maðurinn minn fer stundum inn á bloggsíður sem bjóða upp á prentvæna útgáfu af pistlunum, ýmist sem textaskjöl eða á pdf-formi. Þar sem hann er sannfærður um að fólk þrái að prenta út viskuna sem frá honum kemur, langar hann mikið að læra hvernig þetta er gert. Ég er búin að vera að lesa hjálparsíður bloggers í amk 10 mínútur sem er nóg fyrir mig. Finn ekkert um þetta. Veit einhver þarna úti?

Annars er ekkert að frétta. Vorið er ekki komið. Hálsbólgan er hins vegar komin og tók frænkuna Kvef með sér. Afskaplega mikið til að bæta leiðann sem í mér býr þessa dagana.
Mig langar svo að fara að komast út að vinna. Hef alveg nóg að gera hér heima, það er ekki málið. Er að undirbúa komu nokkurra hópa og svo þarf að fara að huga að kvennakvöldinu okkar ógurlega.

En það er bara svo miklu miklu skemmtilegra að vera úti og með fólk í eftirdragi. Er enginn á leið til Parísar? Tilboð í gangi og allt. Drífa sig.

Lifið í friði.