9.2.06

ekkert grín að gera grín

Ég við forláts ef ég særði einhvern í alvörunni með því að gera grín að íslenska handboltaliðinu og áhangendum þeirra. Segir maður annars áhangandi um þá sem halda með liði? Ekki viss en dettur ekkert annað orð í hug einmitt núna.

Ég fór að sjá myndina um ástföngnu smalana á dögunum. Mér finnst þessi mynd frábær.

Svo fór ég að sjá Mrs. Henderson presents eftir Stephen Frears með Judi Dench og Bob Hoskins og fleiri góðum breskum dásamlega breskum leikurum. Þrykkjufín líka.

Fer svo sjaldan í bíó núorðið að það er eiginlega skammarlegt. Með allar þessar myndir, allt þetta úrval í stórborginni og fer samt aldrei. En maðurinn minn á gott safn mynda á spólum og sýnir mér stundum gullmola. Það jafnast bara ekkert á við að fara í stóran sal og horfa á mynd ótruflaður.

Frakkar klappa þegar mynd er sérlega góð. Það var klappað á smaladrengjamyndinni.

Ég er svo þreytt að ég sé tvöfalt. Get ekki sofið á nóttunni. Vakna og ligg vakandi. Hefur gerst nokkrar nætur í röð. Fékk mér rauðvín og góðan mat í gærkvöld og var örþreytt þegar ég fór seint að sofa en samt vaknaði ég og lá vakandi. Heimskulegt af mér. Er farin aftur inn í rúm.

Lifið í friði.