bilun
Það er einhver bilun í gangi hjá blogger.com. Get ekki fiktað í listunum mínum til að bæta ryksjúgandi fótboltakappanum inn. Maður getur bara beðið og séð... alveg eins og þegar maður sækir um vinnu... bíða og sjá... vona það besta... þoli illa svona ástand... nenni þess vegna ekki að skrifa neitt af "viti"...Það er að síga á seinni hluta janúarmánaðar sem er gott, þetta er leiðindamánuður. Eins gott að kvennakvöldið er á dagskrá næstu helgi. Konur í París hittast einu sinni á ári og borða og drekka og hafa það gott. (Sorrí Parísarsveinn - ljósmyndarar óvelkomnir). Maður hefur þá eitthvað að hlakka til. Svo ætlum við líka í bíó á morgun að sjá Desplechin, Rois et reine, Kóngar og drottning. Get ekki sagt neitt um þá mynd því ég forðast að lesa um myndir sem ég ætla að sjá.
Fór í göngutúr í gær um borgina mína fínu. Tólf stiga hiti og þurrt. Yndislegt. Heimsótti fæðingarstað Edith Piaf, gekk í gegnum Belleville og yfir á Ménilmontant og fór að leiði hennar líka. Komst við. Verður göngutúr í sumar, en erfiður samt. Dálítið langt, dálítið bratt. Ætti ég að æfa eitt lag og syngja fyrir ferðalangana? Get náttúrulega ekki toppað Brynhildi sem leikur Edith Piaf heima í Þjóðleikhúsinu. Á maður að gera hluti þó maður geti ekki toppað? Þórdísi finnst það.
Verð að hætta. Bless janúar og stuttur febrúar og blautur mars og þá kemur vor. VOR.
Lifið í friði.
<< Home