28.12.04

einn fyrir stelpur og einn fyrir stráka

Í 90 sekúndna sturtunni minni áðan (sem foreldrar ungra barna þekkja svo vel) skolaðist lítill glitrandi engill undan il minni og ofan í niðurfallið. Þetta var síðasti engillinn af borða sem börnin leystu upp í öreindir í morgun og var sópað í ruslið rétt fyrir matinn.
Þá datt mér í hug sagan af konunni sem var að fara til kvensjúkdómalæknisins og þvoði sér vitanlega vel áður en hún fór. Læknirinn rak upp stór augu þegar hún afhjúpaði sig þarna fyrir framan hann og sagði: "vá, maður er bara fínn í dag." Konan skildi ekkert í þessu fyrr en næsta morgun þegar unglingsstúlkan á heimilinu kom organdi fram af baðinu: "Hver notaði glimmerþvottapokann án míns leyfis?"

Og þá datt mér í hug önnur saga sem er meira fyrir stráka:

Vitið þið af hverju gaurinn fór alltaf með smokk í sturtu?

Hann ætlaði sko að láta dömuna hafa það óþvegið!

Lifið í friði.