18.1.05

Tengill út í loftið og franskar sem eru það samt ekki

Ég set inn tengil á Ljúfu þó ég geti ekki lesið síðuna hennar sjálf. Eitthvað í henni sem er of stórt og flott fyrir minn gamla jálk. En ég hef séð MJÖG gáfuleg komment eftir hana hér og þar svo ég tek sénsinn. Ef einhver er óánægður með þetta, tali hann nú eða þegi um alla framtíð.
Svo langar mig til að koma því að að það er ekki hægt að plata þriggja ára stúlku til að borða soðnar kartöflur með því að segja henni að þær séu nú franskar þessar. Það breytir venjulegu "nei, ég vil ekki" í orgið: "ÉG VIL FRANSKAR KARTÖFLUR". Mæli ekki með þessu fyrir húsmæður í Frakklandi. Næst þegar við borðum franskar ætti ég kannski að rugla hana með því að nú séum við að borða freedom fries?