12.9.04

kúlur

Mér er búið að vera illt í kúlunni sem magnumflaskan skildi eftir á mínu fagra og veluppfyllta höfði á sunnudaginn var. Í dag var ég að hlaða myndir inn á webshots-síðuna (þú getur smellt á titilinn og ferð þá beint inn þar til að skoða) með Kára í fanginu og þegar ég stóð upp gerði ég það sem kallinn minn gerir daglega og ég hlæ alltaf jafnhátt að honum: Ég rak hausinn í kojuna sem tölvan stendur undir. Ég man alltaf eftir þessu, en Arnaud bara getur það ekki, hann er svo einbeittur alltaf að skrifa bókmenntir í tölvuna, ekki bara svona bloggrugl og bréf til vina eins og ég. En hvað um það, ég rak sem sagt höfuðið upp undir og meiddi mig, en núna, tveimur tímum seinna, virðast allar kúlur farnar og mér er ekkert illt. Lífið er sannarlega skrýtið og skemmtilegt svona á stundum.
Lifið í friði og ekki gleyma að kíkja á myndirnar af Sólrúnu, Kára og Elmari litla.