31.8.04

kvaddamar?

Fyrirsögnin þýðir

Hvað er þetta maður?

Og reynið svo að skýra fyrir útlendingum að helsta leyndarmál íslenskunnar séu að hún er skrifuð eins og hún er töluð og töluð eins og hún er skrifuð.

En ég skil ekkert í hundrað orðabelgjum hennar Hlédísar, svei mér þá allir nokkurn veginn eins og hvað var í gangi? Maður bara netlaus í tvo daga og allt fer í vitleysu. En ég kemst ekki í opnun um helgina næstu. Kemst ekki. Upptekin kona. Þannig erðanúbara. Leitt en satt. En fer á optimistann um leið og tækifæeri gefst til. Og hver veit nema ég flytji til Óðinsvéa og hætti að senda Parísarpistla og fari að rausa um notuð húsgögn og notagildi þeirra.
Er búin að vera netótengd alla helgina og á pistil inni á Word sem mun koma hingað inn en ekki núna þar sem ég er farin að sofa. Góða nótt.
Lifið í friði og munið að ef nógu margir trúa á heimsfrið mun það verða raunveruleikinn. Trúið á friðinn. Þið megið kalla mig draumóramann, en ég er ekki ein. Einn daginn muntu ganga í lið með mér, og heimurinn verður sem einn. Lennon lifir.