mitt er valdið
Elsku Emblan mín heldur að Megas og Súkkat lesi bloggið mitt og verði fúlir yfir því að hún sé að lofa þeim áður en þeir eru búnir að lofa sér sjálfir. Ég í minni fádæma hógværð ákvað bara að skella þessum fréttum inn svona fyrir vinina svo þeir færu nú allir á stúfana að redda sér miða til Óðinsvéa.Ég lít ekki á bloggið mitt sem neina fréttasíðu og vil að það komi skýrt fram að á þessari síðu kemur enginn algildur sannleikur fram, frekar en á öðrum bloggsíðum.
Þakka Emblu samt kærlega fyrir kommentin þrjú, hún segir að það sé gaman að lesa mig! Ligga ligga lá! Og þakka henni sérstaklega fyrir að trúa því að ég sé lesin af mikilvægu fólki sem þekkir mikilvægt fólk sem þekkir aðra...
Mitt er valdið, mátturinn og dýrðin.
Og meðan ég er að þessu vildi ég bara láta ömmur og afa og frænkur vita að Kári er farinn að standa upp og er hvílíkt duglegur núna að æfa sig að standa upp við hina og þessa hluti. Sumir hlutir eru ekki eins traustir og aðrir og því er oft rúllað á hausinn, en hann fær þá stóra skeifu og grætur sárt í eina mínútu, jafnar sig í fanginu á mömmu í eina mínútu, setur svo upp einhvern ógurlegan einbeitningarsvip og hefst handa við að prófa að standa upp á nýjum stað. Hann er ótrúlega duglegur, eins og börn eru almennt, það er einmitt á þeim sem maður skilur allar þessar framfarir í heiminum. Þær koma einmitt oft frá fólki sem neitar að verða fullorðið, er að búa til einhverja hluti og þróa þá þótt engin sérstök þörf sé kannski fyrir þá. Offorsið í tækniframförum er mjög flókið, stundum pirrandi, en stundum spennandi. En ég er komin út af brautinni "montsögur af börnunum". Best að fara í háttinn, enda klukkan að verða ellefu.
Elskið friðinn.
<< Home