9.9.04

breytum-st

Morgunblaðið síðasta laugardag fordæmir hryðjuverkamennina frá Tjétsínu og segir ALLAN HEIMINN STANDA MEÐ RÚSSLANDI. !?
Þessu er haldið fram í forystugrein, svo er vitanlega annars staðar í blaðinu heil síða með lýsingum og listi yfir öll hryðjuverkin síðustu ár. Einhvers staðar er minnst á ódæði Rússa í Tjétsínu, en þá er talað um eyðileggingu Grosníu Í LOK SÍÐUSTU ALDAR, eins og það ætti þá bara að vera löngu gleymt. ?! Er þetta stríð sem sagt búið í hugum Íslendinga? Er ekki verið að myrða og pynda fólk í Tjétsínu í dag?
Ég skil ekki hvernig við feit og fordekruð getum vogað okkur að hafa skoðun á því hvernig Tsétsénar og aðrar kúgaðar þjóðir eiga að haga sér. Ég er vitanlega illilega hrærð yfir þessum atburðum í Rússlandi, en það er samt ekki ljóst enn, hvað þá að það lægi ljóst fyrir síðasta laugardag, hverjum þetta blóðbað er í raun að kenna. Jú, blaðamaður Moggans fantasmerar eitthvað með að einhverjir arabar liggi í valnum. !? Fann hann þetta á heimasíðu W sjálfs, eða hvað? Og hvernig getur blaðamaður á Íslandi verið með vandlætingartón meðan móðir sem missti börnin sín minnir á það að Rússar hafi niðurlægt og myrt fleiri börn í Tjétsínu, en þeir í Rússlandi? Er einhver lógík í því að við lepjum upp áróðurinn að vestan, meðan fólkið sem horfir í augu dauðans, heldur sönsum og bendir á að sökudólgana sé kannski ekki svo augljóst mál að finna?
Getum við aðeins staldrað við og reynt að skilja hvers lags örvænting rekur fólk til að taka börn í gíslingu? Voru þeir kannski að reyna að fá áheyrn heimsins, þ.e. að vekja athygli á ömurlegu ástandinu heima fyrir án þess að Rússar voguðu sér að kála gíslunum með gasi áður en heimurinn fór að fylgjast með gíslatökunni, eins og var gert í leikhúsi Moskvu fyrir skömmu síðan? Þeir ímynduðu sér kannski að herinn legði aldrei til atlögu ef þeir hefðu börn fyrir framan sig?
Er ekki kominn tími til að íslensk dagblöð leyfi sér að hafa annan tón en W og Pútín viðhafa til að hylma yfir sínum eigin voðaverkum? Þeirra eilífa raus um alþjóðleg hryðjuverkagrýlusamtök heldur áfram þó þeir hafi þurft að játa á sig lygar og falsanir í sambandi við Írak og Afganistan.
Er ekki kominn tími til að við Íslendingar gerum okkur grein fyrir því að okkar ríki, okkar land, við, þjóðin sjálf, þú og ég, skrifum undir stuðning við ofbeldisverkin í Írak og eigum því yfir höfði okkar að þeir komi og hefni sín?
Vöknum Íslendingar! Vöknum til meðvitundar um að hvert líf á jörðu er dýrmætt, að við eigum ÖLL að vera jafn rétthá.
Ekki kynjajafnrétti heldur mannkynsjafnrétti.
Ekki peningavald, heldur mannauðsmáttur.
Ef breyta á heiminum, þarf að byrja smátt. Byrja þú í þínu höfði.
Lifið í friði.