gamla sorrí tölva 2
Það er nú bara þannig, að tölvan mín er gömul, eins og ársgamli farsíminn hennar Meó. Nú sendir hún mér alltaf villuskilaboð um að ekki sé nóg minni fyrir Flash þegar ég flakka á netinu. Ég þarf að kanna þetta með að bæta í hana minni og Mac Os X. En ég held því algerlega til streitu að halda áfram að vera Makkari og hlæ mig máttlausa að vírusvandamálum ykkar péséra. Hlæ samt ekkert of hátt, svo ekki verði sendur á mig einhver eplavírus til að kenna mér lexíu. Maður má nefninlega ALDREI hlægja að óförum annarra. Það er ljótt. Fyrirgefið mér pésérar.Annars var ég að segja Meó í tölvupósti frá pælingum okkar hjónakorna um að flytja til Brasilíu. Líklega eina ríkisstjórnin í heiminum sem við erum ánægð með. Framfarasinnuð vinstristjórn og bauð Ammríkönum birginn með að setja sömu skilyrði fyrir inngöngu þeirra í landið og þeir setja á alla útlendinga sem vilja heimsækja þá. Gildir bara um Ammríkana, ekki okkur hin, æðra fólkið. En að öllu gríni um þetta slepptu, þá verður maður að vara sig á að verða ekki Kanahatari og reyna að rugla W ekki saman við íbúa landsins hans. Ekki get ég t.d. leyft mér að bera alla Íslendinga saman við D.O., sem þeir kusu nú samt yfir sig aftur og aftur og enn og aftur. Ammríkanarnir hafa nú bara kosið W einu sinni, og líklega kusu þeir hann ekki heldur fiffaði hann útkomuna og á ansi ólaumulegan hátt.
Ég hló þegar ég las um bandaríska farþegaskipið sem hleypti fólki á land í Vigur, þó að höfnin uppfylli ekki öryggisskilyrði USA. Hafnarstjóri Vestfjarða skammaðist yfir þessum reglum sem USA treður upp á heiminn, og svo fara þeir ekki einu sinni eftir þeim sjálfir. Málið er að kafteinninn á skipinu er líklega jafn pirraður yfir þessum nýju reglum og við öll hin. Kafteinninn er ekki W, þó W sé forsetinn hans. Alveg eins og við Íslendingar erum líklega og vonandi flest á móti "björgun Íraks" þó að okkar hæstvirtu ráðamenn sleiki ammríska rassa eins og hefur verið gert frá síðustu heimsstyrjöld.
Lifið í friði og kyssið kviði...
P.S. DRUSLUR FRÁ DANMÖRKU ERU ALLTAF VELKOMNAR TIL GRÁJARPRAR KONU Í RÓMVERJABÆ.
<< Home