22.8.04

gamla sorrí tölva

Það er gersamlega óþolandi í þessu tækniframfaraofforsi, að tölvan mín sé orðin eins og gamli sorrí Gráni, þriggja ára gömul.
Ég hélt lengi að ég gæti ekki sett upp "Flash" hjá mér, en svo tókst mér það reyndar um daginn. Ég veit fyrir víst að ég get ekki sett MSN inn hjá mér, og nú er það nýjasta að ég get ekki lengur hlustað á íslenska útvarpið í tölvunni minni. Sem var orðinn stór hluti af mínu lífi, a.m.k. svona við og við.
Hef ekki hlustað í nokkurn tíma núna, en ætlaði að setja sunnudagsmorgunn Rásar 2 á rétt núna, og þá kemur fram að tölvan mín skilur ekki spilarann þeirra, og takkarnir eru daufir, þ.e. ekki virkir hjá mér. Ég hljóma kannski ekkert bálvond, en ég er það samt. Tölvan mín er ekki það gömul, að það sé hægt að segja mér að éta það sem úti frýs! Ég er hreinlega ekki sammála því. ÉG VIL RÚV INN AFTUR! Mér finnst það ekki afsakanlegt hjá þeim að loka fyrir alla þá Mac-eigendur, sem eiga tölvur eldri en tveggja ára. ÉG VIL RÚV!
En hef ekki tíma til að vorkenna mér meira, verð bara að finna mér geisladisk í staðinn fyrir indælt útvarpið. Ég er að þýða, og vantaði eitthvað heilaörvandi efni með því.
Lifið í friði.