rigning
Það rignir svo harkalega núna, að ef þetta stendur lengi yfir verða áreiðanlega flóð í kjöllurum hér í nágrenninu. Það er niðamyrkur og manni er einhvern veginn ekki rótt, þetta er svo mikið vatsfall. Gott að vita að bíllinn verður þá þveginn.Annars langaði mig að rabba um pistilinn hans Óskar Jónassonar í Lesbókinni síðustu. Óskar segir frá því þegar hann gekk óvart inn í kvennaklefann í Neslauginni, á leið með dóttur sína á sundnámskeið. Næstum því. Nokkur skref. Hann fór að pæla í því hvað það er merkilegt að svona nokkuð gerir fólk ekki. Fólk hendir rusli úti á götu og brýtur umferðarlögin og ýmislegt. En karlmaður FER EKKI Í KVENNAKLEFANN Í SUNDI! Og kona ekki í karlaklefann.
Hvers vegna samþykkjum við svona kynjareglur sem lög, en brjótum svo umferðarreglurnar sem vernda okkur?
Reyndar man ég eftir drengjum að kíkja á okkur stelpurnar í sturtu í leikfimi í Valsheimilinu í denn. En þeir migu á sig þegar þeir voru teknir í gegn af húsverðinum. Og eru áreiðanlega núna duglegir að passa sig á að fara ekki of nálægt kvennaklefum almennt.
Jæja, ég verð að hætta, það eru hvílíkar þrumur og eldingar, að ég þori ekki öðru en að slökkva á tölvunni, sísímatengdri. Svo eru börnin líka vöknuð við lætin og best að hugga þau.
Lifið í friði.
<< Home