auglýsingar og dagskrá
Fimmtugasti pistillinn minn! Dugleg stelpa. Dugleg dama.Hvers vegna má ekki auglýsa bjór, vodka, pastís, rauðvín, hvítvín, rósavín, kampavín... en svo má McDonalds auglýsa viðbjóðinn sem boðið er upp á á þeim bænum eins mikið og oft á dag og þeir óska? Hvers vegna er það talið hættulegt ungmennum að drekka bjór, en ekki að úða í sig hamborgurum?
Og hvers vegna má auglýsa "fegrunarlyf" og "grennandi rjóma" meðan fjöldi ungra stúlkna eiga fullt í fangi með að halda sjálfsmyndinni óbrostinni og berjast margar við ýmis konar átraskanir?
Varð bara að koma þessu út.
Mér finnst persónulega að það ætti að banna auglýsingar og hafa bara fallega þuli sem segja frá því hvað er að gerast í nemmingarlífinu í staðinn. Ókeypis.
En ég er draumóramaður eins og þið vitið. Stundum eru auglýsingar fyndnar eða jafnvel vandaðar og listrænar. Þá er gaman að sjá þær tvisvar. Eftir það verða þær alveg jafn mikið áreiti og allt hitt draslið sem troðið er í andlitið á saklausum sjónvarpsáhorfendum, útvarpshlustendum, göngugörpum, bílstjórum, strætóförum... þetta er út um allt og gerir okkur vitlausari með hverri sekúndunni.
Lifið í friði og reynið að loka markvisst á alltumvefjandi auglýsingar.
<< Home