9.8.04

hvar er pönkarinn minn?

Ég held að ég hafi týnt pönkaranum mínum um helgina. Annað hvort drekkt honum í sundlauginni eða í áfenginu. Er a.m.k. í sérlega væmnu skapi í dag. Finnst börnin mín svo falleg og góð og veðrið er svo yndislega heitt og mollulegt, allt svona skemmtilega rakt og maður orðinn kófsveittur áður en maður nær að þorna eftir sturtuna. MMM... elska svona alvöru suðræn sumur. Nú má það bara endast fram í október. Þá ætlum við að leigja hús í Ölpunum með mömmu og pabba. Langþráð frí fyrir okkur öll.
Kári er farinn að skríða um allt á maganum og sýnir okkur vel hvar þarf helst að skúra. Sem er svo til alls staðar akkúrat núna. Hann er líka byrjaður að æfa raddsvið sitt, bæði tenórinn og bassann og stundum fer Sólrún að herma eftir honum þegar við erum úti að ganga og þá er við stundum litin hornauga. Fólk vorkennir mér kannski fyrir að eiga tvo fáráðlinga.
En ég veit betur og er ekki mikið að kippa mér upp við þetta.
Þau eru sofandi og hafa verið það í rúma þrjá tíma bæði tvö. Kannski er það þess vegna sem ég er svona jákvæð og glöð. Allir vita að börn eru fallegust þegar þau sofa.
Lifið í friði.