17.7.04

Ég er mjög ánægð með nýja uppsetningu Lesbókarinnar, en er hrædd um að þegar farið er að blanda poppinu og kvikmyndunum þarna inn í, breytist hún smátt og smátt í fólksífréttumsnepil à la Séð og heyrt. Ég er alveg sammála því að gera vinsælum listgreinum jafnhátt undir höfði og hinum "æðri" listum, en vandamálið er að greina iðnaðinn og risana þar frá fólkinu sem er að tjá eitthvað af alvöru. Það var fín greinin hjá þeim um daginn um tilbúnar hljómsveitir eins og Nylon og Spice Girls, þó þar kæmi svo sem ekkert nýtt fram. Gott samt að minna á þessar iðnaðarvörur sem bransinn býður upp á í stórum stíl.
Morgunblaðið er ekki undanskilinn markaðsráðandi stjórnun og það er gömul tugga að við lesendur viljum lepja upp misvitrar fréttir af fræga fólkinu sem okkur langar svo að líkjast, að slíkt selji. Verðum að passa Lesbók allra landsmanna. Hjálp!
Lifið í friði.