22.7.04

húsmæðraorlof

Jæja, þá er að koma að því. Ég fer til Danmerkur á morgun. Hlakka mikið til, en kvíði samt líka fyrir. Er með hálfgerðan hnút í maganum og fæ tár í augun í hvert skipti sem ég lít á börnin og kallinn. Það er nú meira hvað maður getur verið væminn gagnvart þessari fjölskyldu sinni. En það er einmitt það sem er samt svo gott.
Ég var að horfa á Hair í sjónvarpinu. Þetta er mynd sem á líklega alltaf við þar sem maðurinn er alltaf í stríði einhvers staðar. Hún er skemmtilega léleg á köflum og endirinn svo flottur að ég fæ alltaf risahnút í magann. Mæli eindregið með því að fólk fari í svona stríðskirkjugarða, það eru t.d. nokkrir niðri á Normandí, mjög áhrifamikið að koma á svona staði.
Annars er allt gott að frétta og alltaf koma túristar til mín í göngutúrana, alveg hissa á þessu. Hef ekki meira að segja.
Lifið í friði.