24.1.08

tíminn líður hægt

þegar maður er fjögurra ára og langar að fá drekkutímann.
Kári byrjaði að þjást tuttugu mínútum fyrir fjögur. Nú vantar hana átta mínútur í og hann er að spila út.

Verst að ég á ekkert fyrir drekkutímann. Eftir skinkudruslu og maísbaunir í hádegismat hefði nú verið ágætt að snara fram einhverju girnilegu. En nei. Það verður þurrt rúgbrauð með smjöri og sultu. Æ, er það ekki bara ágætt?
Fullt af kókómalti með gerir útslagið.

(fimm mínútur enn)

Lifið í friði.